Fara á efnissvæði

Leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 45 ár

Nýsköpun og frjó hugsun hefur ætíð verið grunnurinn í starfsemi fyrirtækisins og er grunnurinn að Auðlindagarðinum, þar sem við leggjum áherslu á að allir auðlindastraumarnir séu nýttir.

 • 13900

  þúsund m³ af heitu vatni

 • 184 MW

  Uppsett afl

 • 4.65 km

  Dýpsta háhitahola í heimi

 • 85 km

  Heildardýpt allra háhitahola

 • 54

  Fjöldi háhitahola

HS Orka í hnotskurn

Verkefni HS Orku

25.09.2023

NASA búnaður prófaður í Svartsengi

Á dögunum tóku auðlindasérfræðingar HS Orku á móti hópi breskra og bandarískra vísindamanna sem vinna að því að þróa gas- og hitaskynjara fyrir Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, til notkunar á yfirborði Venus.

31.08.2023

HS Orka kaupir Fjarðarárvirkjanir

HS Orka hf. hefur samið við Kjöl fjárfestingarfélag ehf. um kaup á félaginu Íslensk Orkuvirkjun Seyðisfirði ehf. Félagið á og rekur tvær vatnsaflsvirkjanir í Fjarðará í Seyðisfirði og er uppsett afl þeirra samtals 9.8 MW. Kaupin tryggja HS Orku og viðskiptavinum fyrirtækisins á almennum markaði aðgang að raforku á álagstoppum

21.07.2023

Vel heppnað viðhald í Brúarvirkjun

Brúarvirkjun er komin í fullan rekstur á ný eftir þriggja daga framleiðslustöðvun í byrjun júlí sem var nauðsynleg vegna ástandsmælinga og viðhaldsvinnu RARIK á 11kV háspennustreng frá Brúarvirkjun í Reykholt. HS Orka nýtti tækifærið í stöðvuninni til að ráðast í ýmis reglubundin viðhaldsverkefni á virkjuninni. Vel tókst til hjá báðum fyrirtækjum en miklu skiptir að gott samstarf sé á milli aðila í verkefnum sem þessum.

24.05.2023

HS Orka með í þróun þörungafóðurs fyrir mjólkurkýr sem draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda

Einn af mörgum samstarfsaðilum CircleFeed verkefnisins er HS Orka sem skoðar að staðsetja verkefnið í Auðlindagarðinum þar sem verkefnið fellur vel að framtíðarhugmyndum um hringrásarhagkerfi innan Auðlindagarðsins.