Leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 45 ár
Nýsköpun og frjó hugsun hefur ætíð verið grunnurinn í starfsemi fyrirtækisins og er grunnurinn að Auðlindagarðinum, þar sem við leggjum áherslu á að allir auðlindastraumarnir séu nýttir.
-
13900
þúsund m³ af heitu vatni
-
184 MW
Uppsett afl
-
4.65 km
Dýpsta háhitahola í heimi
-
85 km
Heildardýpt allra háhitahola
-
54
Fjöldi háhitahola
Fréttir
01.11.2022
Starfsauglýsing - Viðhald orkuvera
Hefur þú áhuga á að starfa í fjölbreytilegu umhverfi og tryggja örugga orkuöflun fyrir samfélagið?
01.11.2022
Starfsauglýsing - Viðhald Reykjanesvirkjunar og gufuveitu
Hefur þú áhuga á að starfa í fjölbreytilegu umhverfi og tryggja örugga orkuöflun fyrir samfélagið?
13.10.2022
Jafnrétti er ákvörðun
Ráðstefna Jafnræðisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu var haldin 12. október síðastliðin. HS Orka var eitt af 76 viðurkenningarhöfum og erum við afskaplega stolt af þeim árangri.
20.09.2022
Virkjunin í Svartsengi verðlaunuð
Nú á dögunum hlaut HS Orka verðlaun fyrir orkuverið í Svartsengi.

Í hnotskurn
HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtækið á Íslandi og það eina í einkaeigu. Fyrirtækið hefur 45 ára reynslu af vinnslu endurnýjanlegrar orku, á og rekur tvö jarðvarmaver annað í Svartsengi og hitt á Reykjanesi.
Hlutverk HS Orku er að sjá atvinnulífi og heimilum fyrir endurnýjanlegum auðlindum sem nýttar eru á fjölbreyttan og sjálfbæran hátt. Fyrirtækið framleiðir og selur 100% endurnýjanlegt rafmagn um allt land, heitt og kalt vatn á Suðurnesjum auk annarra afurða frá jarðvarmaverum til ávinnings fyrir viðskiptavini, samfélagið og fyrirtækið.

Verkefni HS Orku
HS Orka er með nokkra virkjunarkosti til skoðunar á Reykjanesskaganum. Einnig er fyrirtækið að skoða virkjunarkosti á öðrum stöðum á landinu. Þar er aðallega verið að horfa til nýtingu vatnsafls.
Allir virkjanakostir fara í gegnum ítarlegt undirbúningsferli og eru leyfisskildir. Þeir kostir sem eru til skoðunar eru komnir misjafnlega langt í undirbúnings- og leyfisferli.