Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

  • 85

    MWe

    Uppsett afl

  • 710

    GWe

    Ársframleiðsla raforku

  • 190

    MWth

    Heita vatns framleiðsla

GFR50774

Stækkun Svartsengisvirkjunar

Í árslok 2022 hóf HS Orka  framkvæmdir við nýtt orkuver í Svartsengi (SVA7). Í framkvæmdinni felst að eldri framleiðslueiningar í orkuveri 3 og 4 verða teknar úr notkun og ný framleiðslueining með 55MW uppsettu afli byggð í staðinn. Með þessari framkvæmd verður orkuverið í Svartsengi rekið á þremur vélum (orkuver 5,6 og 7) og verður heildarframleiðslugetan allt að 85MW.

Í dag telst uppsett afl í Svartsengi um 66MW og er því um þriðjungsstækkun á orkuverinu að ræða. Kostnaðaráætlun verkefnisins nemur í heild um 12 milljörðum króna og má ætla að um 150 manns komi að verkinu þegar mest verður. Áætluð verklok eru í desember 2025.