Ábyrgð er leiðarljós okkar
-
Ábyrgð er lykilþáttur í starfsemi okkar. Á það jafnt við um ábyrgð okkar á auðlindum sem við nýtum eða umgöngumst, ábyrgð okkar í framkvæmdum og rekstri og ábyrgð okkar á allri þjónustu sem við veitum samfélaginu. Ábyrg sýn skuldbindur okkur til þess að afla okkur þekkingar og hún eykur öryggi og áreiðanleika.
Framsækni er drifkraftur okkar
-
Við höfum framvarðarhlutverki að gegna. Við leggjum okkur fram um að fylgjast með straumum, stefnum og nýsköpun. Við leitum stöðugt leiða til að gera betur í starfsemi okkar og við nýtingu auðlinda, til hagsbóta fyrir fyrirtækið og samfélagið allt.
Lipurð einkennir okkur
-
Við sýnum lipurð í hugsun og gjörðum. Við getum það því við njótum trausts og umboðs til athafna. Við hlustum og leggjum áherslu á að samskipti séu tímanleg, byggi á virðingu og séu jákvæð innbyrðis sem og gagnvart viðskiptavinum og öðrum hagaðilum.
Liðsheild gerir okkur sterk
-
Saman gerum við betur því styrkleiki hvers og eins nýtur sín best í liði. Við erum ólík og sinnum ólíkum störfum, en opin skoðanaskipti virkja þá yfirgripsmiklu þekkingu og reynslu sem við búum yfir. Við hvetjum til líflegra og uppbyggilegra samskipta við hvert annað og við mismunandi aðila í samfélaginu.