Tímaritið POWER gefur út árleg verðlaun sem heiðra fyrirtæki í raforkuframleiðslu. Tilnefningar til verðlaunanna koma ýmist frá raforkuframleiðendum, verktökum eða rekstraraðilum sem starfa í iðnaðinum en endanlega sker ritstjórn POWER úr um sigurvegara. Nú á dögunum hlaut HS Orka verðlaun fyrir orkuverið í Svartsengi. En Svartsengi er talið einstaklega mikilvæg stoð fyrir bæði nærumhverfi sitt og Ísland í heild sinni, sérstaklega þegar litið er til þess að þar á Auðlindagarðurinn sinn uppruna. Orkuverið í Svartsengi og Auðlindagarður HS Orku eru einstök á heimsvísu og talin verðugur viðtakandi POWER Top Plant verðlaunanna fyrir endurnýjanlega orku.
Til að lesa greinina í heild sinni smellið hér