Vel heppnað viðhald í Brúarvirkjun - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Vel heppnað viðhald í Brúarvirkjun

0405C8344b17cd20c2908c3f0d9b43108c7fc957

Brúarvirkjun er komin í fullan rekstur á ný eftir þriggja daga framleiðslustöðvun í byrjun júlí sem var nauðsynleg vegna ástandsmælinga og viðhaldsvinnu RARIK á 11kV háspennustreng frá Brúarvirkjun í Reykholt. HS Orka nýtti tækifærið í stöðvuninni til að ráðast í ýmis reglubundin viðhaldsverkefni á virkjuninni. Vel tókst til hjá báðum fyrirtækjum en miklu skiptir að gott samstarf sé á milli aðila í verkefnum sem þessum.

Báðar túrbínurnar stöðvaðar samtímis

Að sögn Steinars Ísfeld Ómarssonar, viðhaldsstjóra HS Orku, staðfestu allar mælingar RARIK á háspennustrengnum að strengurinn er við mjög góða „heilsu“. Samhliða ástandsmælingunum hafi RARIK einnig ráðist í að krossbinda skermun kapla á tveimur stöðum sem gert er til að minnka svokallaða skermstrauma frá strengnum.

Steinar segir starfsmenn rekstrarsviðs HS Orku hafa nýtt tímann í stöðvuninni vel. Farið var í reglubundið viðhald á báðum túrbínum virkjunarinnar samtímis ásamt því að framkvæma skoðun á inntaksmannvirkinu. Að sögn Steinars er venjan sú að taka aðeins eina túrbínu fyrir í einu í svona viðhaldi. Heilt yfir hafi verkefnið gengið mjög vel og engar stórvægilegar uppákomur orðið.

Í mörg horn að líta

Meðal þess sem gert var í stöðvuninni var að ástandsskoða rafala, túrbínur og vatnsveg ásamt því að einangrunarmæla rafala og rétta af smurolíudælur í þeim. Niðurföll fyrir vatn, sem þéttist utan á túrbínum, voru löguð og þjónustulokar á túrbínunum málaðir. Gengið var frá lausum endum í hússtjórnarkerfi virkjunarinnar sem auðveldar allt eftirlit úr Svartsengi með stoðkerfi virkjunarinnar, s.s. loftræsingu. Tengt var fyrir ljós- og vinnurafmagn í hleðslubanka (load bank) utan við stöðvarhús, en það er búnaður sem nýtist þegar virkjunin er keyrð í eyjakeyrslu. Einnig voru nokkrar lagfæringar gerðar á vöktunarmyndavélum í stíflumannvirki og stöðvarhúsi. Að endingu voru gerðar prófanir á botnrásarloku stífumannvirkisins og komu þær prófanir vel út.

Virkjun sem fellur vel að umhverfi sínu

Brúarvirkjun er 9,9MW rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum í þeim hluta árinnar sem rennur milli jarðanna Haukadals II og Brúar, ofan við þjóðveginn að Gullfossi. Virkjunin var gangsett snemma árs 2020 og hefur nú verið starfrækt í ríflega þrjú ár. Umfang virkjunarinnar er tiltölulega lítið og staðsetningin heppileg með tilliti til sjónrænna áhrifa. Með tilkomu hennar jókst afhendingaröryggi raforku í Bláskógabyggð sem og í nágrannabyggðum. Fyrir áhugasama er hér vandað myndband sem sýnir vel hvernig verkefnið þróaðist á framkvæmdatíma og hve vel virkjunin fellur að umhverfi sínu.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar