Vatn tekið að streyma í heitavatnstanka á Fitjum - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Vatn tekið að streyma í heitavatnstanka á Fitjum

20240211 200124

Framkvæmdir við nýja hjáveitulögn Njarðvíkuræðarinnar gengu vonum framar í nótt og vatn er nú tekið að streyma inn í heitavatnstanka HS Orku á Fitjum.

Lokið var við að sjóða alla lögnina saman um eittleytið í nótt. Þá var hún dregin með einni jarðýtu eftir hraunslóðanum sem liggur þvert yfir hraunið. Tengistykki til endanna voru þegar fullsmíðuð og tilbúin til áfestingar og voru þau komin á sinn stað upp úr klukkan þrjú í nótt.

Þá hófst vinna við að setja heitavatnsframleiðslu í orkuverinu í Svartsengi af stað og hleypa vatni varlega á lögnina. Hópur manna ók meðfram lögninni á meðan á því stóð til að botntæma og lofttæma lögnina og tryggja óheft rennsli. Á sama tíma stýrðu starfsmenn HS Orku í stjórnstöð innstreyminu í lögnina til að forðast loftmyndun og óeðlilega hitaþennslu á lögninni.

Allt hefur gengið að óskum og nú streymir vatn frá orkuverinu inn í heitavatnstanka HS Orku á Fitjum.

Framgangur og skipulag þessarar stóru aðgerðar er einstakt á allan hátt og má þakka styrkri forystu almannavarna ásamt fjölmennum hópi af öflugum fag- og iðnaðarmönnum, verktökum og verkfræðingum. Samstillt átak fjölmargra aðila hefur þannig tryggt að heitt vatn byrjar mögulega að streyma inn í fyrstu húsin á Suðurnesjum í dag.

20240211 220348
20240212 013819

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar