Tölvuskjáir að gjöf í þakklætisskyni - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Tölvuskjáir að gjöf í þakklætisskyni

C46a896bd409e373c2d41b05dcdf49f80ac4e9a0

Það er nóg um að vera í vettvangsstjórn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þessa dagana en þaðan er aðgerðum á vettvangi eldsumbrotanna við Litla-Hrút stýrt. Reynslan af síðustu tveimur gosum vegur þungt en einnig ríður á að tækjabúnaður sé sem bestur.

Fyrr á þessu ári fékk vettvangsstjórnin í Grindavík tvo vandaða tölvuskjái að gjöf frá HS Orku í þakklætisskyni fyrir lán á fjórgasmælum, sem fyrirtækið átti ekki en þurfti snögglega á að halda skömmu fyrir jól í fyrra. Þá kom óvænt upp brennisteinsgasmengun við uppsetningu í nýja orkuverinu á Reykjanesi og var brýnt að bregðast hratt og vel við til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Við eftirgrennslan kom í ljós að Björgunarsveitin Þorbjörn átti slíka fjórgasmæla og var auðsótt mál að fá þá lánaða vegna atviksins.

Viðar Arason, öryggisfulltrúi HS Orku, heimsótti vettvangsstjórnina í vetur og afhenti skjáina þeim Boga Adolfssyni, formanni sveitarinnar, og Steinari Þór Kristinssyni, aðgerðastjórnanda, og voru meðfylgjandi myndir teknar af því tilefni.

HS Orka hefur nú fjárfest í eigin fjórgasmælum, sem eru þráðlausir og handhægir mælar, og eru þeir ávallt til taks og notaðir þegar þörf krefur. Hafa þeir einmitt verið nýttir í yfirstandandi eldsumbrotum til að fylgjast með losun gastegunda í andrúmsloftinu í Svartsengi til viðbótar mælistöð sem þar er staðsett. Atvikið fyrir jólin í fyrra sýndi hins vegar glöggt gagnsemi þess að eiga góða granna að þegar óvæntar aðstæður koma upp.

 

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar