HS Orka hefur í fyrsta sinn gefið út sjálfbærnisskýrslu um frammistöðu fyrirtækisins á sviði umhverfis-, samfélags- og stjórnarhátta fyrir árið 2021 og er hún unnin í samræmi við GRI staðalinn (Global Reporting Initiative). Með útgáfu skýrslunnar er fyrirtækið að styðja við stefnu fyrirtækisins um að starfsemi sé í sátt við umhverfi og samfélag í anda sjálfbærrar þróunar. Skýrslan endurspeglar þekkingu HS Orku á áhrifum fyrirtækisins fyrir árið 2021.
40 framfaraverkefni skilgreind
Í skýrslunni er farið yfir starfsemi ársins 2021 auk þess sem greint er frá því sem betur má fara. Í vinnunni við undirbúning skýrslunnar hafa orðið til um 40 framfaraverkefni. Sum verkefnanna er hægt að ganga í án mikillar fyrirhafnar en önnur eru flókin, kostnaðarsöm og tímafrek og skiptast hugsanlega í mörg minni framfaraverk. HS Orka vill nýta þennan vettvang sem tól til þess að hjálpa fyrirtækinu áleiðis í frekari þróun að samfélagslegri ábyrgð.
Hugmyndafræði um stöðugar framfarir
Með útgáfu skýrslunnar er ekki verið að gefa í skyn að HS Orka hafi fulla þekkingu á samfélagsáhrifum sínum né heldur að samfélagsábyrgð sé að fullu innleidd hjá fyrirtækinu. HS Orka vinnur eftir hugmyndafræði um stöðugar framfarir og er útgáfa skýrslunnar hluti af þeirri þróun. HS Orka telur það mikilvægt að vera opin varðandi rekstur sinn gagnvart hagsmunaaðilum og almenningi og er útgáfa sjálfbærnisskýrslunnar liður í því að miðla megin áherslum HS Orku bæði til innri og ytri hagaaðila.
Hér getur þú nálgast Sjálfbærniskýrslu HS Orku 2021