Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

IMG 0443

Hátt í 90 umsóknir bárust en að þessu sinni hljóta 16 samfélagsverkefni víða um land styrki úr sjóðnum en áhersla er lögð á að styðja verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva fyrirtækisins. Þau verkefni sem koma helst til greina eru þau sem tengjast samfélags- og umhverfismálum, sjálfbærni og orkuskiptum, lýðheilsu, menntun, fræðslu og forvörnum, æskulýðsstarfi, menningu og listum eða hafa skírskotun til heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur innleitt.

Með þessar áherslur að leiðarljósi hlutu eftirfarandi verkefni styrk úr samfélagssjóði HS Orku að þessu sinni:

•    Bygging björgunarsveitarhúsnæðis á Egilsstöðum – Björgunarsveitin Jökull.
•    Málmsuðukennsla með málmsuðuhermum - Rafn Magnús Jónsson.
•    Gjaldfrjálst félagsstarf fyrir ungmenni á einhverfurófi – Einhverfusamtökin.
•    Tölva fyrir Lýðskólann á Flateyri - Lýðskólinn á Flateyri.
•    Hópstarf fyrir systkini barna með sjaldgæfar greiningar - Einstök börn Stuðningsfélag.
•    Hlaðvarpsnámskeið fyrir ungmenni á Vestfjörðum – Edinborgarhúsið.
•    Reykjanes við Ísafjarðardjúp-100 ára saga – Sögumiðlun.
•    Efla vitund barna um umhverfis- og náttúruvernd - Gróðurhús og matjurtagarður - Leikskólinn Holt.
•    Tryggja áframhaldandi matargjöf í Kaffistofu Samhjálpar - Samhjálp félagasamtök.
•    Fræðsla til ungmenna um endómetríósu – Endósamtökin.
•    Uppbygging og lagfæring vegna sjávarágangs - Golfklúbbur Sandgerðis.
•    Straumvatnsbjörgunarbúnaður - Björgunarsveitin Ingunn.
•    Soroptimistar og stuðningur við Suðurhlíð - Soroptimistaklúbbur Keflavíkur.
•    Hreinsun strandlengjunnar á Íslandi - Blái herinn.
•    Endurnýjun á sviðs- og tækjabúnaði - Leikfélag Seyðisfjarðar.
•    Paradísarlundur - Lionsklúbbur Njarðvíkur.

Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa og hafa styrkir verið veittir tvisvar sinnum á ári. Næsta úthlutun fer fram í nóvember og verður opið fyrir umsóknir í gegnum umsóknarsíðu frá 1-31. október 2025. 

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um sjóðinn á vefsíðu HS Orku.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar