Rannsóknarsjóður HS Orku settur á laggirnar - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Rannsóknarsjóður HS Orku settur á laggirnar

5O5a4382

Stofnaður hefur verið Rannsóknarsjóður HS Orku og verður í fyrsta sinn úthlutað úr sjóðnum í mars á þessu ári. Sjóðurinn er settur á laggirnar í þeim tilgangi að efla þekkingargrunn innan HS Orku og stuðla að framförum og nýsköpun í starfsemi fyrirtækisins. Opnað verður fyrir umsóknir um miðjan þennan mánuð.

Veittir verða styrkir til rannsóknarverkefna sem hafa skírskotun til starfsemi HS Orku eða sjálfbærniáherslna fyrirtækisins. Í sjálfbærnistefnu HS Orku er hægt að kynna sér betur sýn fyrirtækisins og þau heimsmarkmið sem unnið er eftir til að ná árangri á sviði sjálfbærni.

Rannsóknarsjóðurinn styður einkum við verkefni á háskólastigi og samstarfsverkefni við þekkingarstofnanir og aðra sérfræðinga en allar umsóknir sem uppfylla úthlutunarviðmið sjóðsins verða yfirfarnar og metnar. Viðfangsefnin geta til að mynda tengst jarðvísindum, verkfræði, tæknifræði, iðngreinum, endurnýjanlegri orkuframleiðslu, náttúrufræðum, sjálfbærni, jafnrétti og samfélagsmálum svo eitthvað sé nefnt.

Opnað verður fyrir umsóknir í sjóðinn þann 15. janúar og verður gáttin opin í einn mánuð eða til og með 15. febrúar næstkomandi. Fagráð Rannsóknarsjóðsins fer yfir umsóknirnar og tekur endanlega ákvörðun um úthlutanir en þær fara fram í marsmánuði, eins og áður segir.

Hér á vefsíðu HS Orku er hægt að kynna sér úthlutunarviðmið sjóðsins auk þess sem þar verður hægt að nálgast umsóknarhlekk frá og með 15. janúar.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar