Óvissustig vegna jarðhræringa – fylgjumst grannt með - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Óvissustig vegna jarðhræringa – fylgjumst grannt með

Loftm2009#1221

Í ljósi yfirstandandi jarðhræringa og möguleika á eldsumbrotum á Reykjanesskaga fylgist neyðarstjórn HS Orku grannt með gangi mála. Virkt samstarf er við almannavarnir,  jafnt á landsvísu sem við almannavarnanefndir sveitafélaganna á Reykjanesi,  sem og við aðra viðbragðsaðila og Veðurstofu Íslands. Einnig er gott samstarf milli fyrirtækja og stofnana sem eiga og reka mikilvæga innviði í landinu. Þeirra á meðal eru Landsnet, Vegagerðin, Isavia og önnur veitufyrirtæki.

Neyðar- og viðbragðsáætlanir fyrirtækisins hafa á undanförnum árum verið í stöðugri endurskoðun og uppfærslu í takti við þá náttúruvá sem steðjað hefur að starfssvæðum HS Orku. Mörg verkefni hafa verið unnin sem auka öryggi fólks og rekstursins og önnur eru í vinnslu eða undirbúningi. Meðal umbótaverkefna eru:

  • Bætt vöktun á mengandi gösum sem borist geta frá eldgosum.
  • Nýjar varaaflsstöðvar í Svartsengi sem teknar voru í notkun fyrr á þessu ári.
  • Prófanir á ræsingu Reykjanesvirkjunar með varaafli og mögulega spennusetningu á Suðurnesjum.
  • Yfirstandandi endurnýjun á lögnum fyrir heitt og kalt vatn til Grindavíkur.
  • Yfirferð jarðskjálftavarna gagnvart fallandi hlutum og skemmdum á búnaði.

Áfam verður kappkostað að vöktun og viðbragð sé ávallt tryggt og verða upplýsingar uppfærðar eftir þörfum.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar