Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Óvissustig vegna jarðhræringa – fylgjumst grannt með

Neyðar- og viðbragðsáætlanir fyrirtækisins hafa á undanförnum árum verið í stöðugri endurskoðun og uppfærslu í takti við þá náttúruvá sem steðjað hefur að starfssvæðum HS Orku.

Loftm2009#1221

Í ljósi yfirstandandi jarðhræringa og möguleika á eldsumbrotum á Reykjanesskaga fylgist neyðarstjórn HS Orku grannt með gangi mála. Virkt samstarf er við almannavarnir,  jafnt á landsvísu sem við almannavarnanefndir sveitafélaganna á Reykjanesi,  sem og við aðra viðbragðsaðila og Veðurstofu Íslands. Einnig er gott samstarf milli fyrirtækja og stofnana sem eiga og reka mikilvæga innviði í landinu. Þeirra á meðal eru Landsnet, Vegagerðin, Isavia og önnur veitufyrirtæki.

Neyðar- og viðbragðsáætlanir fyrirtækisins hafa á undanförnum árum verið í stöðugri endurskoðun og uppfærslu í takti við þá náttúruvá sem steðjað hefur að starfssvæðum HS Orku. Mörg verkefni hafa verið unnin sem auka öryggi fólks og rekstursins og önnur eru í vinnslu eða undirbúningi. Meðal umbótaverkefna eru:

  • Bætt vöktun á mengandi gösum sem borist geta frá eldgosum.
  • Nýjar varaaflsstöðvar í Svartsengi sem teknar voru í notkun fyrr á þessu ári.
  • Prófanir á ræsingu Reykjanesvirkjunar með varaafli og mögulega spennusetningu á Suðurnesjum.
  • Yfirstandandi endurnýjun á lögnum fyrir heitt og kalt vatn til Grindavíkur.
  • Yfirferð jarðskjálftavarna gagnvart fallandi hlutum og skemmdum á búnaði.

Áfam verður kappkostað að vöktun og viðbragð sé ávallt tryggt og verða upplýsingar uppfærðar eftir þörfum.