Orkumarkaðurinn Elma hefur göngu sína - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Orkumarkaðurinn Elma hefur göngu sína

Elmaogfridrik
Katrín Olga Jóhannesdóttir og Friðrik Friðriksson handsala þátttöku HS Orku á raforkumarkaði Elmu.

Elma markar tímamót í orkuviðskiptum á Íslandi en markmið Elmu er að auka orkunýtni og styrkja þannig orkuöryggi þjóðarinnar. Elma er dótturfyrirtæki Landsnets en HS Orka er meðal þeirra fyrirtækja sem tók þátt í fyrsta útboði Elmu.

Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs HS Orku, fagnar þessum tímamótum: „Við hjá HS Orku erum afar ánægð með hvernig til tókst með fyrsta útboð Elmu og hefur HS Orka stutt Elmu í hvítvetna við að koma markaðnum af stað. Við teljum mikilvægt að starfræktur sé að minnsta kosti einn næsta-dags markaður hér á landi þar sem allir aðilar á íslenska raforkumarkaðnum geta átt rafræn viðskipti.”

Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu segir verkefnið hafa tekið tvö ár í undirbúningi: „Allt hófst með ákvörðun um val á markaðsformi og í framhaldi val á rafrænu viðskiptakerfi sem knýr markaðinn. Þá fylgdi að setja saman skilmála, eða svo kallaða Reglubók, sem rammar inn markaðinn og viðskiptin. Að lokum var lausnin innleidd, kerfið kynnt fyrir þátttakendum og markaðurinn formlega opnaður á miðvikudaginn var.
Katrín Olga segir jafnframt að með markaði Elmu aukist orkunýting sem styrkir orkuöryggið. „Viðskiptaskilmálar eru skýrir með áherslu á fyrirsjáanleika og jafnræði sem skapar traust á markaðinum. Skýrt verðmerki er góður grundvöllur langtímasamninga, sem eru nauðsynlegir í öllum orkukerfum heimsins. Verðmerkið styður einnig við öryggi kerfisins og án Elmu markaðarins eykst álagið á jöfnunarorkumarkaðinn, sem er neyðarmarkaður eingöngu ætlaður til að jafna út kerfið.  Verðmerkið er líka drifkraftur nýsköpunar, hvort sem er í nýjum orkugjöfum eins og vindi og sól, eða í framtíðar þróunarverkefnum eins og rafhlöðugeymslum, vetnisframleiðslu, glatvarmanýtingu svo dæmi séu tekin.“

Að sögn Katrínar Olgu skiluðu fyrstu viðskiptin skýru verðmerki og viðskipti áttu sér stað allan  sólarhringinn. Niðurstöður eru aðgengilegar á nýrri heimasíðu Elmu, elma.is, þar sem einnig er að finna ýmsar upplýsingar um markaðinn og svör við algengum spurningum.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar