Nýr vefur HS Orku í loftið - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Nýr vefur HS Orku í loftið

Sidatvo

Ný vefsíða HS Orku hefur litið dagsins ljós en vinna við nýjan vef hófst snemma á þessu ári í samstarfi við Vefstofuna Vettvang. Vefsíðan var endurhönnuð frá grunni og hannaði Vettvangur meðal annars nýtt veftré sem einfaldar allt aðgengi að efni á vefnum, bætir flæði og hámarkar upplifun notenda. Einnig styður vefurinn ýmsar nýjar áherslur í markaðs- og sölustarfi HS Orku sem gamli vefurinn gerði ekki og má þar nefna stafræna þjónustu á borð við netspjall. 

Snjalltækjavænn vefur

Horft var til þess að hanna nýtt útlit á stafrænni framsetningu vörumerkis HS Orku þar sem kvik hönnun líkir eftir pípulögnum fyrirtækisins og gefur vefnum létt og frísklegt yfirbragð. Vefsíðan var endurgerð með það að markmiði að hækka þjónustustig fyrirtækisins og einfalda samskipti viðskiptavina við fyrirtækið. Nýi vefurinn er jafnframt snjalltækjavænni en sá gamli og mætir þannig betur kröfum viðskiptavina um gott aðgengi að upplýsingum hvar sem er og hvenær sem er. 

Vefur Auðlindagarðsins einnig endurhannaður 

Á sama tíma fékk síða Auðlindagarðs HS Orku nýtt útlit og mun sá vefur gefa mun meiri möguleika til framþróunar. Nýi vefurinn gerir Auðlindagarðinum kleift að auka verulega við upplýsingagjöf og sýna betur hver þróun Auðlindagarðsins er hugsuð til framtíðar. Líkt og vefur HS Orku er vefur Auðlindagarðsins bæði upplýsandi og kvikur og endurspeglar vel það metnaðarfulla, faglega og framsýna starf sem unnið er á vettvangi Auðlindagarðsins.  

 

Fréttir

Skoða allar fréttir
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar