Nýr ráðherra heimsækir Svartsengi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Nýr ráðherra heimsækir Svartsengi

Sdf
Á verkstað í nýbyggingu orkuversins í Svartsengi. Frá vinstri: Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, Sunna Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri og Lárus M.K. Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra.

Jóhann Páll Jóhannsson, nýr ráðherra umhverfis, orku og loftslagsmála, heimsótti orkuverið í Svartsengi í liðinni viku ásamt 35 manna hópi starfsfólks ráðuneytisins. Var hópurinn í vettvangsferð um Reykjanes.

Gestirnir fengu yfirgripsmikla kynningu á starfseminni þar sem meðal annars var sagt frá stækkun og endurbótum orkuversins í Svartsengi og þeim áskorunum sem hafa fylgt eldsumbrotunum í Sundhnúksgígum. Einnig var sagt frá stórum þróunarverkefnum sem HS Orka vinnur að en það eru einkum jarðhitavinnsla í Krýsuvík ásamt Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, í gegnum dótturfélagið VesturVerk.

Framkvæmdirnar við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi eru langt komnar og fengu gestir bæði að skoða sig um í eldri hlutum orkuversins og á framkvæmdasvæðinu.

Orkuverið í Svartsengi hefur verið byggt upp í sex áföngum og var fyrsti hluti þess tekinn í notkun árið 1976. Yfirstandandi framkvæmdir eru því í reynd sjöundi áfanginn í uppbyggingu orkuversins og gera áætlanir ráð fyrir gangsetningu í lok þessa árs. Tvö af eldri orkuverunum verða tekin úr notkun þegar hið nýja kemst í gagnið.

Í dag er framleiðslugeta Svartsengis um 66MW en áætlað er að hún geti aukist um allt að 20MW með stækkuninni.

Ad
Starfsfólk umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins ásamt fulltrúum HS Orku í nýbyggingu orkuversins í Svartsengi.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar