NASA búnaður prófaður í Svartsengi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

NASA búnaður prófaður hjá HS Orku.

NASA

Á dögunum tóku auðlindasérfræðingar HS Orku á móti hópi breskra og bandarískra vísindamanna sem vinna að því að þróa gas- og hitaskynjara fyrir Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, til notkunar á yfirborði Venus. Prófanirnar fóru fram á starfssvæði HS Orku í Svartsengi. Vísindamenn í hópnum hafa einnig unnið að hönnun skynjara til notkunar á Mars og Títan.

Valdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í auðlindastýringu HS Orku, var meðal þeirra sem leiðsagði hópnum um Svartsengi. „Þetta snerist um að prófa búnaðinn í eldfjallafumhverfi þar sem er að finna gös og hita. Þeir prófuðu hitaskynjarana í nýja hrauninu við Fagradalsfjall en vantaði að prófa gasskynjarana á hentugum stað. Það var hreinlegt og fljótlegt fyrir þá að setja upp græjurnar við lögn hjá okkur og þar fengu þeir allt staðfest sem þeir vildu.“

Á Venus er hitinn um 465°C, þrýstingurinn 90 bör og andrúmsloftið gerólíkt því sem er á jörðinni. Reyndust aðstæður við lagnirnar á Reykjanesi nægilega líkar því umhverfi til þess að prófanir á gasskynjurum gætu farið þar fram. Tækjabúnaðurinn stóð undir væntingum og prófanirnar gengu hratt og vel fyrir sig. Fyrir áhugasama má hér fræðast frekar um NASA-verkefnið á Venus.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Kevin Baines (Jet Propulsion Laboratory, NASA), Frank Wangberg (Makel Engineering), Darby Makel (Makel Engineering), James Makel (Makel Engineering), Will Moreland (Háskóli Íslands) og Ashley Davies (JPL). Með í för var einnig Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands en skólinn var hópnum innan handar í verkefninu.

Verktakar

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar