Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Kristinn Harðarson nýr framkvæmdastjóri hjá HS Orku

"Það er mikið gleðiefni að fá Kristinn til liðs við HS Orku. Hann er gríðarlega reynslumikill stjórnandi með víðfeðma þekkingu á rekstri"

Krisrtinn Harðarson

Kristinn er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá DTU í Danmörku auk B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands.

Kristinn mun stýra allri framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjununum í Svartsengi og á Reykjanesi auk vatnsaflsvirkjunarinnar á Brú í Tungufljóti. Þá er hafin stækkun á virkjuninni á Reykjanesi um 30 MW sem áætlað er að komi í rekstur í lok árs 2022.

Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku:

„Það er mikið gleðiefni að fá Kristinn til liðs við HS Orku. Hann er gríðarlega reynslumikill stjórnandi með víðfeðma þekkingu á rekstri. Hann kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærður um að hann mun reynast okkur öflugur liðsstyrkur.“

Kristinn er kvæntur Hildi Briem og saman eiga þau þrjú börn.

HS Orka hefur verið leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 45 ár. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun auk einnar vatnsaflsvirkjunar á Brú í Tungufljóti. Fyrirtækið er að hefja vinnu við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW.

Nýsköpun og frjó hugsun hefur ætíð verið grunnurinn í starfsemi fyrirtækisins og er grunnurinn að Auðlindagarðinum, þar sem áhersla er lögð á að allir auðlindastraumarnir séu nýttir.