Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Jafnrétti er ákvörðun

HS Orka var eitt af 76 viðurkenningarhöfum og erum við afskaplega stolt af þeim árangri. HS Orka hefur lagt mikla áherslu á að jafna hlut kynjanna í sínum rekstri og hefur góður árangur náðst síðustu ár ekki síst í efstu lögum.

A187f5b852ff1f1d8dcda7d4ccc423657a186db9

Jafnrétti er ákvörðun var yfirskrift stafrænnar ráðstefnu Jafnræðisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu sem haldin var 12. október síðastliðinn. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa jafnvægisvogarinnar. Þau fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sem náð hafa að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunnar hlutu viðurkenninguna á ráðstefnunni. HS Orka var eitt af 76 viðurkenningarhöfum og erum við afskaplega stolt af þeim árangri. HS Orka hefur lagt mikla áherslu á að jafna hlut kynjanna í sínum rekstri og hefur góður árangur náðst síðustu ár ekki síst í efstu lögum. Stjórn félagsins er með jafnt kynjahlutfall og yfirstjórn skipa 40% konur. Það er ákvörðun innan fyrirtækisins að halda áfram á þessari vegferð og tryggja að samsetning starfsmanna sé sem fjölbreyttust fyrirtækinu til heilla.