Jafnrétti er ákvörðun var yfirskrift stafrænnar ráðstefnu Jafnræðisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu sem haldin var 12. október síðastliðinn. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa jafnvægisvogarinnar. Þau fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sem náð hafa að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunnar hlutu viðurkenninguna á ráðstefnunni. HS Orka var eitt af 76 viðurkenningarhöfum og erum við afskaplega stolt af þeim árangri. HS Orka hefur lagt mikla áherslu á að jafna hlut kynjanna í sínum rekstri og hefur góður árangur náðst síðustu ár ekki síst í efstu lögum. Stjórn félagsins er með jafnt kynjahlutfall og yfirstjórn skipa 40% konur. Það er ákvörðun innan fyrirtækisins að halda áfram á þessari vegferð og tryggja að samsetning starfsmanna sé sem fjölbreyttust fyrirtækinu til heilla.
Jafnrétti er ákvörðun
HS Orka var eitt af 76 viðurkenningarhöfum og erum við afskaplega stolt af þeim árangri. HS Orka hefur lagt mikla áherslu á að jafna hlut kynjanna í sínum rekstri og hefur góður árangur náðst síðustu ár ekki síst í efstu lögum.