HS Orka opnar skrifstofu í Reykjanesbæ - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka opnar skrifstofu í Reykjanesbæ

Krossmoar Undirritun Hopmynd
Karl Jónsson og Brynjar Steinarsson hjá KSK Eignum ásamt Tómasi Má og hluta þess starfsliðs sem verður með aðsetur í nýju skrifstofum HS Orku í Krossmóa í Reykjanesbæ.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, undirritaði í morgun leigusamning til sjö ára um skrifstofuhúsnæði KSK Eigna í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Þar munu 12-15 starfsmenn HS Orku verða staðsettir að staðaldri en aðrar starfsstöðvar fyrirtækisins verða eftir sem áður í Svartsengi, Reykjanesvirkjun og Turninum í Kópavogi. Um þriðjungur af 90 manna starfsliði HS Orku er búsettur á Suðurnesjum og starfa flestir þeirra í orkuverunum tveimur eða í Krossmóa.

Samhliða flutningum í Krossmóa hefur aðstaða fyrirtækisins í Turninum í Kópavogi verið stækkuð til að rúma betur annað starfsfólk sem áður hafði aðsetur í Svartsengi. Flutningarnir koma í kjölfar þess að ekki er talið óhætt að flytja alla starfsemi fyrirtækisins í bráð í höfuðstöðvar þess í Svartsengi eftir umbrot síðustu fjögurra mánaða.

Vinnustaður á hrakhólum

Starfsemin í Krossmóa hafði áður fast aðsetur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Svartsengi en jarðhræringar og eldsumbrot síðustu mánaða valda því að óvíst er hvort og þá hvenær hægt verður að snúa þangað á nýjan leik. Í dag er lágmarksmannskapur þar við störf, einkum við rekstur orkuversins, en fyrir náttúruhamfarirnar í nóvember höfðu nær allir 90  starfsmenn HS Orku starfsaðstöðu í Svartsengi. 
Skrifstofurnar nýju eru á annari hæð í Krossmóa. Þær eru rúmgóðar og bjartar en þar verða 12 fastar starfsstöðvar auk þess sem nokkur dagborð verða aðgengileg fyrir annað starfsfólk fyrirtækisins. Einnig er í húsnæðinu góð aðstaða til fundahalda.

Hornsteinn í héraði

Gaman er að geta þess að HS Orka hefur nú komið sér fyrir á svipuðum slóðum þar sem samningar voru gerðir við landeigendur á frægum hitafundi fyrir rétt um 50 árum. Sá fundur lagði grunninn að Hitaveitu Suðurnesja en fundurinn stóð langt fram eftir nóttu og var einmitt haldinn steinsnar frá Krossmóa, í Iðnskóla Suðurnesja þar sem Fjölbrautarskóli Suðurnesja stendur nú. Hitaveita Suðurnesja var stofnuð 31. desember árið 1974 sem sannkallaður hornsteinn í héraði og fagna fyrirtækin tvö sem byggja á þeim grunni, HS Orka og HS Veitur,  því hálfrar aldar afmæli í árslok.

Betrumbætt aðstaða í Turninum

Á mánudag var einnig gengið frá nýjum leigusamningi við Fasteignafélagið Eik en HS Orka hefur tekið á leigu 16. hæðina í Turninum í Kópavogi og hefur þegar flutt starfsemi sína þangað. Fyrirtækið hafði áður til afnota lítinn hluta af 17. hæð Turnsins en á grundvelli þeirrar óvissu sem uppi hefur verið í húsnæðismálum í Svartsengi síðustu fjóra mánuði var sú ákvörðun tekin að flytja þangað alla aðra skrifstofustarfsemi í Turninn en þá sem nú er komin í Krossmóa. Því var þörf á stærra rými og þykir 16. hæðin henta vel en ætla má að að á fimmta tug starfsmanna muni hafa þar vinnuaðstöðu að staðaldri.

Krossmoi22
Tómas Már og Brynjar Steinarsson, framkvæmdastjóri KSK Eigna, undirrita leigusamning um skrifstofurými í Krossmóa í Reykjanesbæ.
Krossmoi3
Tómas Már og Finnur Ingi Hermannsson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði fasteignafélagsins Eik, handsala leigusamning um 16. hæðina í Turninum í Kópavogi.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar