HS Orka og atNorth semja á ný um raforku - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka og atNorth semja á ný um raforku

Img 8930
Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.

HS Orka og gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hafa gert með sér nýjan raforkusölusamning til tæplega fimm ára. Fyrirtækið atNorth og forverar þess hafa átt í raforkuviðskiptum við HS Orku um langt árabil og hefur samstarfið gefist vel. Samningurinn kveður á um kaup á tæplega 20 MW af raforku á ári á samningstímanum.

Gagnaversiðnaður á Íslandi er orðinn mjög öflugur. Hér á landi rekur atNorth stórt gagnaver á Fitjum í Reykjanesbæ auk gagnavera í Hafnarfirði og á Akureyri. Þá starfrækir atNorth fjögur önnur gagnaver á Norðurlöndunum auk þess að vera með í smíðum þrjú til viðbótar, tvö í Finnlandi og eitt í Danmörku.

Eftirspurn eftir aðstöðu fyrir þunga tölvuvinnslu hefur aukist gríðarlega síðustu ár og styður raforkusölusamningur fyrirtækjanna við sterka stöðu atNorth á þeim markaði.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, fagnar áframhaldandi samstarfi við atNorth. „Frá upphafi höfum við stutt vel við gagnaversiðnaðinn á Íslandi og átt í góðu sambandi við fyrirtæki á þeim markaði. Gagnaver nýta raforku sína almennt mjög jafnt yfir árið en geta einnig stýrt orkunotkun sinni og lagað sig að aðstæðum hverju sinni, sem samræmist vel raforkuframleiðslu okkar,“ segir Tómas Már.

Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth,  segir að allt frá því að fyrirtækið hóf rekstur hafi samstarf þess við HS Orku verið farsælt. „Við fögnum áframhaldandi samstarfi. Alþjóðlega er mikill áhugi á að færa þunga gagnavinnslu til norðlægra slóða þar sem eru hentugar aðstæður fyrir rekstur gagnavera og endurnýjanleg orka. Þessi orka mun fara í að þjóna alþjóðlegum fyrirtækjum, svo sem á sviði gervigreindar og flókinna líkanaútreikninga,“ segir Eyjólfur Magnús. 

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar