HS Orka með gullvottun í sjálfbærnimati EcoVadis - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka með gullvottun í sjálfbærnimati EcoVadis

Untitled Design (3)

HS Orka fékk heildareinkunnina 76/100 í matinu og einkunnina EcoVadis Gold sem jafngildir gullvottun. Það þýðir að fyrirtækið er í hópi þeirra 5% fyrirtækja sem koma best út í mati EcoVadis á heimsvísu en þar er um að ræða yfir 150 þúsund fyrirtæki. 

Styrkleikar og tækifæri til framfara  

Samkvæmt mati EcoVadis kemur fram að styrkleikar HS Orku í sjálfbærni liggja einkum á sviði umhverfismála og vinnuverndar/mannréttinda. Stefnum og markmiðum er vel fylgt vel eftir með skýrum aðgerðum í þágu umhverfis- og öryggismála, vinnuverndar og eflingar mannauðs.  

Meðal annarra atriða sem eru tiltekin í matinu og teljast HS Orku til tekna eru gæðavottanir og staðlar sem stjórnkerfi fyrirtækisins byggir á, staðfestingar þriðja aðila á ófjárhagslegum upplýsingum og lífsferilsgreiningar á loftslagsáhrifum virkjana.  

Í matinu er jafnframt bent á ýmis tækifæri til framfara. Bent er á að auka megi skýrleika og sértækni í stuðningsstefnum, markmiðum og aðgerðum. Einnig er bent á að skýra megi markmiðasetningu í loftslagsmálum enn frekar og samræma við alþjóðleg viðmið. 

Sjálfbærnimat á birgjum HS Orku 

Virðiskeðja HS Orku teygir anga sína víða, bæði innanlands og utan. Hundruð birgja útvega HS Orku mikilvægar og oft sérhæfðar vörur og þjónustu sem gerir verðmætasköpun HS Orku mögulega. Samsetning aðfangakeðju HS Orku ræðst af verkefnastöðu, viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum fyrirtækisins á hverjum tíma.  

Til að ná árangri í sjálfbærni skiptir máli að frammistaða birgja í virðiskeðjunni samræmist áherslum HS Orku. Árið 2023 sá íslenska matsfyrirtækið Reitun um að framkvæma ítarlegt sjálfbærnimat á tíu lykilbirgjum HS Orku og var það í fyrsta sinn sem þriðji aðili er fenginn til slíkra úttekta. Árið 2024 lét HS Orka gera úttekt á frammistöðu tíu íslenskra birgja til viðbótar, auk þess sem árangur tveggja erlendra birgja fyrirtækisins var greindur af erlenda matsfyrirtækinu EcoVadis. Í árslok 2024 voru tæp 69% af heildarinnkaupum fyrirtækisins við fyrirtæki með virkt sjálfbærnimat. 

Fréttir

Skoða allar fréttir
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar