HS Orka hlýtur UT-verðlaunin - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka hlýtur UT-verðlaunin

Image (1) (1)
Frá vinstri: Halla Tómasdóttir, Lárus Þorvaldsson og William Charles Wenrich

Sjálfvirkt eldgosaviðvörunarkerfi, sem auðlindastýring HS Orku hefur þróað, hlaut í dag UT-verðlaun Skýs í flokki stafrænnar opinberrar þjónustu. Viðvörunarkerfið er fyrsta kerfið sinnar tegundar í heiminum og eru verðlaunin mikil viðurkenning og um leið staðfesting á mikilvægi verkefnisins.

Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á UTmessunni í Hörpunni síðdegis og tók Lárus Þorvaldsson, yfirforðafræðingur HS Orku, við verðlaunum fyrir hönd auðlindastýringarteymisins.

Hugbúnaðurinn í kerfinu les inn gögn sem send eru á hverri mínútu frá þrýsti- og hitamæli sem staðsettur er á 850 metra dýpi í borholu 12 í Svartsengi. Hugbúnaðurinn greinir því næst gögnin og ef þrýstimerkið bendir til þess að kvika sé á hreyfingu eru sjálfvirk viðvörunarskilaboð send til Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfið hefur reynst afgerandi í því að upplýsa Veðurstofuna og Almannavarnir um yfirvofandi eldgos og er kerfið nýtt þar við ákvarðanir um rýmingar.

Átján vinnustaðir og verkefni voru tilnefnd að þessu sinni en verkefni HS Orku var eitt þriggja í flokknum stafræn opinber þjónusta. Hin tvö voru Auðkenni og Kosningalausnir RÚV.

Ský er félag fyrir fólk og fyrirtæki í upplýsingatækni og stendur félagið fyrir hinni árlegu UTmessu. UT-verðlaunin eru veitt fyrir mikilvægt framlag til upplýsingatækni á Íslandi og voru þau veitt í sextánda sinn í dag. 

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar