HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Untitled (Instagram Post (45)) (2)

HS Orka hefur nú annað árið í röð undirgengist heildstætt sjálfbærnimat matsfyrirtækisins EcoVadis og hækkar einkunnin milli ára. HS Orka er í hópi þeirra fyrirtækja á heimsvísu sem koma best út í matinu. EcoVadis er leiðandi fyrirtæki á alþjóðavettvangi í úttektum á frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærni. 

Eftirtektarverður árangur 

HS Orka viðheldur EcoVadis gullvottun sem fyrirtækið hlaut í fyrra og er nú  í hóp þeirra 5% fyrirtækja á heimsvísu sem koma best út í mati EcoVadis í ár en samtals er um að ræða yfir 100 þúsund fyrirtæki vítt og breytt um heiminn. 
 
HS Orka fékk að þessu sinni hærri heildareinkunn en á síðasta ári og nemur hún nú 84 af hundraði en var áður 76 af hundraði. Þessi átta stiga hækkun á einkunn er sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að EcoVadis eykur kröfur sínar á hverju ári og krefst það stöðugrar vinnu að viðhalda fyrri einkunn og hækka hana. 

Í hópi þeirra bestu 

Fyrirtæki sem eru á meðal þeirra 1% sem koma best út í mati EcoVadis hljóta platínuvottun en það er hæsta vottun sem EcoVadis veitir. Í því samhengi má benda á að ef nánar er rýnt í einkunnagjöf HS Orku er fyrirtækið komið í hóp efstu 2% fyrirtækja sem koma best út í mati EcoVadis á heimsvísu og er þar með að færast nær platínuvottun EcoVadis. 
 
Styrkleikarnir liggja víða 

Styrkleikar HS Orku í sjálfbærni liggja áfram á sviði umhverfismála, vinnuverndar og mannréttinda en verulegar framfarir hafa sést á þessum og öðrum sviðum sem EcoVadis metur. Þetta endurspeglar áframhaldandi áherslu fyrirtækisins á skýrar stefnur og aðgerðir í þágu umhverfis- og öryggismála, vinnuverndar og eflingar mannauðs. 

Fréttir

Skoða allar fréttir
Sunna verður forstjóri Rio Tinto á Íslandi Hsorka Sunna Bk213776

28.01.2026

Sunna verður forstjóri Rio Tinto á Íslandi

Lesa nánar
Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Fsd

27.01.2026

Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku

Lesa nánar
HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni Hs Orka8723

26.01.2026

HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni

Lesa nánar
Eldvörp undirbúin til nýtingar Blástur Borholu Í Eldvoerpum Jan 26 Mynd Kristinn Harðar

23.01.2026

Eldvörp undirbúin til nýtingar

Lesa nánar
Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun Dji 0031

19.01.2026

Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun

Lesa nánar
Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn With Person Dsc0594

15.01.2026

Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn

Lesa nánar
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar