Góður gangur í framkvæmdum í Svartsengi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Góður gangur í framkvæmdum í Svartsengi

Svartsengi Dji Mavic 19 September 2024 364
Framkvæmdir í Svartsengi ganga samkvæmt áætlun og stefnt er að gangsetningu í ársbyrjun 2026. Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson.

Framkvæmdir við stækkun og endurbætur á jarðvarmaverinu í Svartsengi eru nánast á áætlun þrátt fyrir umtalsverðar tafir í ljósi sex eldgosa á Reykjanesi á tæpu ári. Fyrsta skóflustungan var tekin í desember 2022 og áætlanir gera ráð fyrir gangsetningu í ársbyrjun 2026.

Með stækkuninni eykst framleiðslugeta versins en aukningin felst fyrst og fremst í því að nýta auðlindina betur þar sem ekki verða boraðar nýjar jarðhitaholur í tengslum við stækkunina.

Framkvæmdirnar miða ekki síður að því að endurnýja eldri búnað en orkuverið var byggt upp í sex áföngum á þrjátíu árum og var fyrsti hlutinn tekinn í notkun árið 1976. Framkvæmdirnar nú eru því sjöundi áfanginn í uppbyggingu versins. Tvö eldri orkuver verða tekin úr notkun þegar hið nýja kemst í gagnið auk þess sem vonir standa til þess að endurbæturnar leiði af sér lægri viðhaldskostnað til framtíðar.

Jarðvarmaverið í Svartsengi er fyrsta blandaða jarðvarmavirkjunin á Íslandi en þar er framleidd raforka, heitt vatn og kalt vatn auk þess sem fleiri auðlindastraumar eru nýttir frá verinu í Auðlindagarði HS Orku.

Svartsengi Dji Mavic 19 September 2024 581 Hdr
HS Orka Skóflustunga
Fyrsta skóflustungan að stækkun og endurbótum í Svartsengi var tekin í desember 2022. Albert Albertsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, tók fyrstu skóflustunguna.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar