Fulltrúar HS Orku sóttu norræna námsstefnu um almannavarnir - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Fulltrúar HS Orku sóttu norræna námsstefnu um almannavarnir

Vidbragsstodu

Nú þegar grannt er fylgst með gangi náttúrunnar í Svartsengi, jarðhræringum og mögulegum gosóróa, er gott til þess að vita að öryggisdeild HS Orku er bæði vel þjálfuð og vel tengd innan geira almannavarna.

Fyrr í haust var HS Orku boðin þátttaka í norrænni námsstefnu, Nordic Executive Course, sem er liður í aukinni samvinnu almannavarnayfirvalda og einkageirans. Fór námsstefnan fram á sænsku eyjunni Gotlandi í Eystrasalti í september s.l. Norrænir forstjórar og embættismenn almannavarna funda árlega á þessum vettvangi og er gestum boðið með í för með hliðsjón af umfjöllunarefninu hverju sinni.

Í ár var áhersla lögð á samstarf einkaaðila og hins opinbera í skipulagningu neyðarviðbragða og nauðsyn þess að bregðast skjótt við. Áhrif stríðsins í Úkraínu hafa sýnt fram á mikilvægi einkageirans í öllu viðbragði og hversu ómissandi þáttur hann er sem hluti af mikilvægum innviðum.

Fulltrúar HS Orku á námsstefnunni voru þeir Hallgrímur Smári Þorvaldsson, öryggisstjóri HS Orku, og Viðar Arason, öryggisfulltrúi. Hallgrímur Smári segir þá félaga hafa haft mikið gagn af ferðinni. „HS Orka telst til mikilvægra innviða á Íslandi og því var þetta dýrmætur vettvangur til að fá innsýn í þær áskoranir sem viðbragðsaðilar nágrannaþjóðanna standa frammi fyrir, deila reynslu okkar og byggja um leið upp tengslanet og samstarf á norrænum vettvangi.“

Sendinefnd Íslands taldi um tíu manns og var hún skipuð fulltrúum Almannavarna, ráðuneyta, stofnana og sérfræðinga ásamt fulltrúum HS Orku - allt leiðandi aðilar hver á sínu sviði.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar