Forseti Íslands heiðrar HS Orku á hálfrar aldarafmæli - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Forseti Íslands heiðrar HS Orku á hálfrar aldarafmæli

Mynd Birna 2
Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og staðgengill forstjóra, ræðir við frú Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í afmælishófi HS Orku.
Elísabet Blöndal


Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, var heiðursgestur í hófi kvenna hjá HS Orku sem haldið var síðastliðinn fimmtudag í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. Hófið var haldið í nýlegum húsakynnum fyrirtækisins í Turninum í Kópavogi og var félögum í KÍO, félagi kvenna í orkumálum, sérstaklega boðið.

Um 70 gestir hlýddu á örerindi fimm kvenstjórnenda HS Orku og komust færri að en vildu og myndaðist biðlisti á viðburðinn. Erindin gáfu góða innsýn í starfsemi fyrirtækisins en að þeim loknum áttu Halla og Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og staðgengill forstjóra, fróðlegt arinspjall. Halla deildi því meðal annars hvernig það hefur verið að takast á við nýtt og krefjandi hlutverk sem forseti Íslands og hvaða sýn hún hefur á það hvernig Íslendingar geta beitt áhrifum sínum á alþjóðavettvangi, til að mynda þegar kemur að sjálfbærri orkunýtingu.

Glatt var á hjalla í Turninum eins og meðfylgjandi myndir sýna sem Elísabet Blöndal, ljósmyndari, tók. Gestir gæddu sér á veitingum frá Hjá Höllu í Suðurnesjabæ en nafna forsetans, Halla, var áður með starfsemi sína í Grindavík, í næsta nágrenni við höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi. 

 

Elisabetblondal20250130164516
Elisabetblondal20250130163157
Elisabetblondal20250130164214
Elisabetblondal20250130164346
Elisabetblondal20250130161122
Elisabetblondal20250130161625
Elisabetblondal20250130160815
Elisabetblondal20250130160611
Elisabetblondal20250130160246

Fréttir

Skoða allar fréttir
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar