Fjölbreytt verkefni styrkt af Samfélagssjóði HS Orku á árinu - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Fjölbreytt verkefni styrkt af Samfélagssjóði HS Orku á árinu

Kriki
Kriki við Elliðaárvatn, útivistarsvæði Sjálfsbjargar, er eitt margra verkefna sem hlotið hafa styrk úr Samfélagssjóði HS Orku árinu. Mynd fengin að láni af vef Sjálfbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Alls hlutu 28 samfélagsverkefni víða um land styrki úr Samfélagssjóði HS Orku á þessu ári en síðari úthlutun ársins fór fram í nóvember. Heildarupphæð styrkja nam tíu milljónum króna og hefur hún aldrei verið hærri.

Samfélagsjóðurinn var settur á laggirnar í upphafi árs 2023 og er honum ætlað að styðja við verkefni einstaklinga eða hópa sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, lífsgæði og mannlíf. Tekið er á móti umsóknum um styrki frá öllum landshlutum en sérstök áhersla er lögð á að styðja við verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva fyrirtækisins. Við val á verkefnum er meðal annars litið til þeirra heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur innleitt.

Frú Ragnheiður, leiklist, ljósmyndir og söngvaskáld

Meðal verkefna sem hljóta styrki að þessu sinni er námsverkefnið Kvikuvikan á vegum Reykjanes UNESCO Geopark, Frú Ragnheiður á vegum Rauða Krossins á Suðurnesjum, menningarverkefnið „Söngvaskáld á Suðurnesjum fyrir eldri borgara“, endurnýjun pallabúnaðar hjá Leikfélagi Keflavíkur, Útiljósmyndasýningin „Reykjanes vaknar“ í Grindavík auk verkefnisins „Uppskera“ á vegum GETA hjálparsamtaka í Hafnarfirði.

Sérstakir styrkir til björgunarsveita

Í vorúthlutun sjóðsins fengu allar fimm björgunarsveitirnar á Suðurnesjum styrki til stuðnings því frábæra starfi sem sveitirnar hafa unnið á krefjandi tímum jarðhræringa og eldsumbrota. Í síðari úthlutun sjóðsins á árinu var ákveðið að halda áfram með þessar sérstöku styrkveitingar til björgunarsveita. Fimm styrkir til viðbótar fara nú til verkefna björgunarsveita í öðrum landshlutum þar sem HS Orka er með starfsemi eða kemur að þróun verkefna. Úthlutað er úr Samfélagssjóðnum tvisvar sinnum á ári og verður næsta úthlutun í maí 2025. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um sjóðinn á vefsíðu HS Orku.

Verkefni sem hlutu styrk úr Samfélagssjóði HS Orku í nóvember:

  • Straumvatnsbjörgunarhópur – Hjálparsveitin Tintron í Grímsnes- og Grafningshreppi
  • Vettvangshjálparhópur – Björgunarsveitin Eyvindur á Flúðum
  • Búnaður fyrir björgunarskip – Björgunarbátasjóður Suðurnesja
  • Búnaðaruppbygging – Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði
  • Búnaðaruppbygging – Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi
  • Njarðvík í nýju umhverfi – Körfuknattleiksdeild UMFN
  • Sjálfbærnisetrið í Krýsuvík – Veraldarvinir
  • Frú Ragnheiður á Suðurnesjum – Rauði krossinn
  • Reykjanes vaknar – Slysavarnarfélagið Landsbjörg
  • Söngleikjatónleikar fyrir pallabúnað – Leikfélag Keflavíkur
  • Virkni og inngilding flóttafólks og hælisleitenda – Knattspyrnudeild Keflavíkur
  • Uppskera/Growing Roots – GETA hjálparsamtök
  • Kynfræðsla um allt land – Ástráður, kynfræðslufélag læknanema
  • Kvikuvikan – Reykjanes UNESCO Global Geopark
  • Söngvaskáld á Suðurnesjum fyrir eldri borgara – Dagný Maggýardóttir

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar