Eldgosaviðvörunarkerfið tilnefnt til UT-verðlauna - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Eldgosaviðvörunarkerfið tilnefnt til UT-verðlauna

Lilja Ruv 1Png Edit
Dr. Lilja Magnúsdóttir, deildarstjóri auðlindastýringar HS Orku, lengst til vinstri í viðtali hjá RÚV síðastliðinn vetur við borholu 12 í Svartsengi.

Sjálfvirkt eldgosaviðvörunarkerfi, sem auðlindastýring HS Orku hefur þróað, er tilnefnt til UT-verðlauna Ský í ár. Viðvörunarkerfið er fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Hugbúnaðurinn í kerfinu les inn gögn sem send eru á hverri mínútu frá þrýsti- og hitamæli sem staðsettur er á 850 metra dýpi í borholu 12 í Svartsengi. Hugbúnaðurinn greinir því næst gögnin og ef þrýstimerkið bendir til þess að kvika sé á hreyfingu eru sjálfvirk viðvörunarskilaboð send til Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfið hefur reynst afgerandi í því að upplýsa Veðurstofuna og Almannavarnir um yfirvofandi eldgos og er kerfið nýtt þar við ákvarðanir um rýmingar.

Verðlaunin verða afhent á UTmessunni í Hörpu föstudaginn 7. febrúar næstkomandi. Átján vinnustaðir og verkefni eru tilnefnd að þessu sinni en verkefni HS Orku er eitt þriggja í flokknum stafræn opinber þjónusta. UT-verðlaunin eru veitt fyrir mikilvægt framlag til upplýsingatækni á Íslandi og eru nú veitt í sextánda sinn. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitir verðlaunin í ár.

Ský er félag fyrir fólk og fyrirtæki í upplýsingatækni. Félagið er opið öllum og rekið án hagnaðarmarkmiða en meðlimir eru um 1.100 talsins. Ský var stofnað árið 1968 og hlutverk þess er að miðla þekkingu milli fólks sem starfar við eða hefur áhuga á upplýsingatækni. Ský starfrækir einnig fjórtán faghópa og stendur árlega fyrir tugum fjölbreyttra viðburða um tækni og UTmessuna, sem þúsundir sækja.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar