Eldgos við Sundhnúkagíga og neyðarstig í gildi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Eldgos við Sundhnúkagíga og neyðarstig í gildi

Gossprunga

Starfsemi HS Orku í Svartsengi er með eðlilegum hætti en eldgos hófst við Sundhnúkagíga á Reykjanesi skammt frá Svartsengi laust upp úr kl. 22 í gærkvöldi. Neyðarstig er í gildi. Vaktmenn HS Orku eru á svæðinu en segja engar breytingar merkjanlegar í gufuholum og sýnatökur eru sömuleiðis eðlilegar. Fylgst er náið með vatnsgæðum í framleiðslunni og verður sýnatökum fjölgað í kjölfar eldgossins. Allt kapp er nú lagt á viðbúnað og varnir lagna fyrir heitt og kalt vatn frá Svartsengi vegna mögulegs hraunflæðis.

Enn fjarstýrt frá Reykjanesvirkjun

Orkuverið í Svartsengi var mannlaust við upphaf gossins og er allri framleiðslu orkuversins stýrt frá Reykjanesvirkjun. Neyðarstjórn HS Orku er á vaktinni og fylgist grannt með framvindu mála og undirbýr nauðsynlegar aðgerðir komi til þess að hraunrennsli ógni innviðum í og við Svartsengi. Reglulegt samráð er við neyðarstjórn HS Veitna vegna dreifikerfisins og er staðan metin á hverjum tíma og viðbragð fyrirtækjanna samræmt.

Dregur úr virkni

Verulega hefur dregið úr krafti gossins frá því í gærkvöldi. Hraunflæðið er þó orðið tvöfalt umfangsmeira en í síðasta gosi við Litla Hrút. Staðsetning gossprungunnar er talin nokkuð heppileg með tilliti til byggðar í Grindavík og innviða í Svartsengi enn sem komið er. Meginhraunstraumurinn rennur í austur og svo til norðurs.

Vinnu við varnargarðana við Svartsengi er nánast lokið og einungis lítill frágangur eftir. Verktakar eru þar að störfum en gert var hlé á vinnunni í nótt. Skörð eru í görðunum þar sem lagnir liggja um en jarðefni er til reiðu ef loka þarf skörðunum með litlum fyrirvara. Búið er að þrengja opnunina á garðinum við Grindavíkurveg en sú umferð, sem almannavarnir heimila, kemst þó greiðlega í gegn að svo stöddu.

Viðbragsáætlanir til reiðu

Helsta ógnin sem steðjar að á þessu stigi er sú ef hraun tekur að renna að kaldavatnsfæðingu að og frá orkuverinu og að Njarðvíkuræðinni,sem er heitavatnslögnin til Reykjanesbæjar. Unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun þeirrar sviðsmyndar að hraun fari yfir þessa innviði. Kortlagt verður hvaða kafla er unnt að verja strax í samráði við almannavarnir. Tæknilegur undirbúningur til varnar Njarðvíkuræðinni hefur staðið yfir síðustu vikur og er til skoðunar að grafa hana að hluta í jörðu. Framkvæmdir við niðurgröft eru ekki hafnar. Talið er að það taki að lágmarki átta vikur að grafa lögnina niður.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar