Aukin vöktun á gasi vegna eldgoss - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Aukin vöktun á gasi vegna eldgoss

6F48daeea3d85047bbdf12e8b14f1ef4529ccca0

Á starfssvæðum HS Orku er jafnan fylgst með losun gastegunda sem fylgja starfsemi jarðvarmavirkjana. Nú, þegar eldgos er hafið við Litla-Hrút, hefur vöktunin verið aukin til að tryggja enn betur öryggi starfsmanna og þeirra sem fara um Svartsengi. Staðbundin mælistöð í Svartsengi nýtist einnig við vöktun almannavarna á gasmengun frá eldgosinu.

Frá eldgosi berst margskonar mengun og er hún jafnt í gasfasa sem í föstu formi. Algengast og varhugaverðast er brennisteinsdíoxíð (SO2) sem dreifist með ríkjandi vindátt en styrkur er mestur í næsta nágrenni við eldstöðina. Við jarðvarmavinnslu er það fyrst og fremst brennisteinsvetni (H2S) sem þarf að fylgjast náið með.

Allt starfsfólk HS Orku og verktakar á virkjanasvæðum í Svartsengi og Reykjanesvirkjun  bera handhægan gasmæli sem vaktar styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti og aðvarar ef styrkur hækkar. Auk þess bætti HS Orka nýlega við allmörgum öflugri handmælum, svo kölluðum fjórgasmælum, sem mæla fjórar mismunandi tegundir gasa og þar á meðal SO2. Nýtast þeir vel þegar líkur á mengun frá eldgosi aukast. Einnig er staðbundin mælistöð með gagnasöfnun staðsett við höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi og önnur slík við Reykjanesvirkjun. Stöðvarnar eru þannig stilltar að fari gildi yfir 0,5 ppm SO2 fá vakthafandi boð þar um og er þá brugðist við í samræmi við öryggisáætlanir fyrirtækisins.

Almenningi er bent á að ýmsar gagnlegar upplýsingar um loftgæði á Reykjanesi og víðar um land, ásamt leiðbeiningum um viðbrögð við mögulegri gasmengun í lofti, má finna á síðu Umhverfisstofnunar loftgæði.is.

Ljósmynd af eldgosi við Litla-Hrút er birt með leyfi Veðurstofu Íslands. Á hinum myndunum tveimur má annars vegar sjá mælistöð í Svartsengi og hins vegar svokallaðan fjórgasmæli.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar