Allt viðbragð HS Orku virkjað á hættustigi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Allt viðbragð HS Orku virkjað á hættustigi

4

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna jarðhræringa í grennd við Sýlingafell og hefur allt neyðarviðbragð HS Orku verið virkjað í samráði við almannavarnir ríkislögreglustjóra. Kappkostað er að halda starfsemi orkuversins í Svartsengi órofinni og verja mikilvæga innviði í samstarfi við almannavarnir ef til eldsumbrota kemur.

Vélar í orkuverunum í Reykjanesvirkjun og Svartsengi fóru út í kjölfar kröftugrar skjálftahrinu síðdegis en starfsemi í Reykjanesvirkjun komst fljótlega í eðlilegt horf. Truflanirnar ollu ekki rafmagnsleysi. Unnið er að því að koma vélum í Svartsengi í gagnið á ný.

Smávægilegur eldur kom upp í klæðningu í orkuverinu í kvöld en snögg viðbrögð vaktmanna HS Orku og slökkviliðs Grindavíkur komu í veg fyrir tjón. Eldurinn kom upp í ljósabúnaði utan dyra en vegna tíðra og snarpra jarðskjálfta slóst búnaðurinn til með þeim afleiðingum að skammhlaup varð og neistar bárust í klæðningu orkuversins. Slökkvistarfi lauk hratt og vel.

Mikill viðbúnaður almannavarna er nú sýnilegur í Svartsengi en undirbúningur að gerð varnarmannvirkja er hafinn af krafti. Neyðarstjórn HS Orku er að störfum og fjölgað hefur verið í hópi vaktmanna fyrir virkjanirnar tvær.

Landsnet hefur í samstarfi við HS Veitur breytt tengingum í Hamranesi í Hafnarfirði og er það liður í aðgerðum til að lágmarka skaða og bregðast við mögulegum afleiðingum af truflunum eða skorti á raforku á Reykjanesi.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar