Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Allt viðbragð HS Orku virkjað á hættustigi

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna jarðhræringa í grennd við Sýlingafell og hefur allt neyðarviðbragð HS Orku verið virkjað í samráði við almannavarnir ríkislögreglustjóra.

4

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna jarðhræringa í grennd við Sýlingafell og hefur allt neyðarviðbragð HS Orku verið virkjað í samráði við almannavarnir ríkislögreglustjóra. Kappkostað er að halda starfsemi orkuversins í Svartsengi órofinni og verja mikilvæga innviði í samstarfi við almannavarnir ef til eldsumbrota kemur.

Vélar í orkuverunum í Reykjanesvirkjun og Svartsengi fóru út í kjölfar kröftugrar skjálftahrinu síðdegis en starfsemi í Reykjanesvirkjun komst fljótlega í eðlilegt horf. Truflanirnar ollu ekki rafmagnsleysi. Unnið er að því að koma vélum í Svartsengi í gagnið á ný.

Smávægilegur eldur kom upp í klæðningu í orkuverinu í kvöld en snögg viðbrögð vaktmanna HS Orku og slökkviliðs Grindavíkur komu í veg fyrir tjón. Eldurinn kom upp í ljósabúnaði utan dyra en vegna tíðra og snarpra jarðskjálfta slóst búnaðurinn til með þeim afleiðingum að skammhlaup varð og neistar bárust í klæðningu orkuversins. Slökkvistarfi lauk hratt og vel.

Mikill viðbúnaður almannavarna er nú sýnilegur í Svartsengi en undirbúningur að gerð varnarmannvirkja er hafinn af krafti. Neyðarstjórn HS Orku er að störfum og fjölgað hefur verið í hópi vaktmanna fyrir virkjanirnar tvær.

Landsnet hefur í samstarfi við HS Veitur breytt tengingum í Hamranesi í Hafnarfirði og er það liður í aðgerðum til að lágmarka skaða og bregðast við mögulegum afleiðingum af truflunum eða skorti á raforku á Reykjanesi.