Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Svartsengi Súmm

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt. Eldgosið hefur engin áhrif haft á starfsemi orkuversins í Svartsengi og er rekstur eðlilegur. Þetta er níunda eldgosið á gígaröðinni en fyrst gaus þar í desember 2023.

Vaktmenn, sem að jafnaði dvelja í Svartsengi að næturlagi, fluttu sig yfir í Reykjanesvirkjun skömmu eftir miðnætti þegar viðvörunarlúðrar Almannavarna fóru í gang. Þaðan er unnt að fjarstýra orkuverinu í Svartsengi. Um svipað leyti var neyðarstjórn fyrirtækisins virkjuð og fylgist hún grannt með framvindu eldgossins.

Fylgst með loftgæðum

Lögreglan á Suðurnesjum heimilaði starfsfólki og verktökum, sem vinna að stækkun og endurbótum á orkuverinu í Svartsengi, að fara inn á svæðið í upphafi vinnudags og urðu því engar tafir af völdum gossins í morgun. Töluverða gasmengun leggur frá gosstöðvunum en vindáttin veldur því að hún raskar ekki starfsemi í Svartsengi sem stendur. Grannt er fylgst með loftgæðum á svæðinu.

Borholur vara enn og aftur við

Viðvörunarkerfi, sem mælir borholuþrýsting í Svartsengi og Veðurstofan nýtir í mati á yfirvofandi eldgosum, sendi frá sér viðvörun um hálf tvöleytið í nótt - rúmum tveimur klukkutímum áður en eldgos hófst. Kerfið var hannað og þróað af teymi vísindamanna í auðlindastýringu HS Orku í kjölfar fyrsta eldgossins á gígaröðinni og hefur það gefið vísbendingar um yfirvofandi gos í öll skipti sem eldsumbrot hafa orðið frá þeim tíma.

Orkuverið í Svartsengi og varnargarðar í baksýn.
HS Orka

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar