Orkuverin okkar
HS Orka á og rekur fjórar virkjanir, tvær jarðvarmavirkjanir á Reykjanesskaganum og tvær vatnsaflsvirkjanir - önnur á Suðurlandi og hin á Austurlandi. Fleiri virkjunarkostir víða um land eru til skoðunar hjá fyrirtækinu og er þróun þeirra komin mislangt á veg.
Verkefnin okkar
Við vinnum af ábyrgð að metnaðarfullum þróunarverkefnum og leitum stöðugt leiða til að gera betur í starfsemi okkar og nýtingu auðlindanna sem okkur er treyst fyrir.
HS Orka í hnotskurn
HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtækið á Íslandi. Fyrirtækið hefur hálfrar aldar reynslu af vinnslu endurnýjanlegrar orku. Það rekur tvö jarðvarmaver, Svartsengi og Reykjanesvirkjun, og tvær vatnsaflsvirkjanir, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjanir.