
Birna Lárusdóttir
Birna Lárusdóttir er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og M.A. gráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún gekk til liðs við HS Orku sem upplýsingafulltrúi í apríl 2023 en hún á að baki langan feril í ritstjórn, fréttamennsku, upplýsingagjöf og þýðingum. Hún var upplýsingafulltrúi Vesturverks á Ísafirði, dótturfyrirtækis HS Orku, árin 2018-2020 og verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða 2015-2017. Birna sat í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 1998-2010 og hefur gegnt fjölbreyttum nefnda- og stjórnarstörfum fyrir ríki og sveitarfélög. Hún hefur setið í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 2017.