Sunna Björg Helgadóttir
Framkvæmdastjóri tæknisviðs
Sunna Björg Helgadóttir er með B.Sc. gráðu í efna- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var ráðin framkvæmdastjóri tæknisviðs HS Orku í febrúar 2020 en starfið felur í sér ábyrgð á fjárfestingarverkefnum, verkefnastýringu og öryggismálum. Áður en Sunna gekk til liðs við HS Orku starfaði hún hjá Rio Tinto Alcan (Isal) í ýmsum störfum í 14 ár og var m.a. framkvæmdastjóri kerskála. Hún var framkvæmdastjóri tæknisviðs Alvotech frá 2015-2018 og hefur gegnt ýmsum nefndasetum og stjórnarstörfum á ferli sínum.