Fara á efnissvæði

Hvað eru upprunavottorð?

Evrópusambandið setti upp kerfi (2009/28/EC) til að umbuna þeim raforkuframleiðendum  sem notuðu aðeins endurnýjanlega orkugjafa við sína framleiðslu. Hugmyndin með kerfinu var að styðja við aukna uppbyggingu á grænum orkugjöfum og því eru upprunavottorð oft kölluð Græn skírteini í daglegu tali. Með þessu kerfi varð því sú breyting að þeir sem framleiða græna orku, framleiddu bæði raforku og upprunavottorð fyrir þeirri raforku.

 

Til hvers að kaupa upprunavottorð?

Mörg fyrirtæki sérstaklega í framleiðslu, vilja vera ábyrg fyrir þeirri losun CO2 sem þau valda. Eitt af því sem þau geta gert er að borga sérstaklega fyrir upprunavottorð, til að stuðli að aukinni uppbyggingu annara endurnýjanlegra orkugjafa. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að einstaklingar nýti sér kerfið, vilji þeir stuðla að þessum sömu makrmiðum.

 

Hverjir eru það helst sem vilja upprunavottorð?

Á alþjóðavísu eru það stórfyrirtæki sem sækjast eftir því að halda gott umhverfisbókhald, því það gerir þau að eftirsóknarverðari fjárfestingarkostum.

 

Hvernig fara viðskipti með upprunavottorð fram?

Upprunaábyrgð er gefin út þegar raforkuframleiðandi kallar eftir því, þó að því hámarki sem framleitt hefur verið síðustu 12 mánuði, inn á reikning viðkomandi raforkuframleiðanda. Þegar endanotandi biður um að hans notkun sé vottuð, afskráir raforkuframleiðandinn vottorð í sama magni og notandi hefur notað, almennt fyrir liðið almanaksár. Í framhaldi af þessari afskráningu, tilkynnir framleiðandinn eftirlitsaðilum um að þessi viðskiptavinur sé nú með vottaða raforkunotkun. Viðskipti með þessi vottorð getur átt sér stað milli aðila, þannig að miðlarar geta keypt og selt þau sín á milli, áður en þau eru svo endanlega notuð til að votta raforkunotkun. Það er því hægt að nota íslensk vottorð til að votta raforkunotkun erlendis og öfugt.

 

Selur HS Orka upprunavottorð?

Já - HS Orka selur vottorð fyrir sinni framleiðslu, sem ekki eru afent þeim viðskiptavinum sem hafa óskað eftir því að fá sína raforkunotkun vottaða.

 

Hvað gerist ef raforkunotandi kaupir ekki upprunavottorð?

Þeir raforkunotendur sem ekki fá afskrifuð vottorð fyrir sinni raforkunotkun, fá sömu almennu samsetningu raforku og er til staðar hjá hinum 27 aðildarlöndum markaðarins um upprunavottorð sem hefur innihaldið m.a. kjarnorku og jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa.

 

Hver sér um utanumhald á vottorðum fyrir Ísland?

Landsnet sér um útgáfu og afskráningu vottorða fyrir Íslands ásamt inn- og útflutning þeirra. Orkustofnun er með utanumhald um notkun, til að tryggja að þeir einstaklingar og þau fyrirtæki sem hafa tryggt sér vottorð geti með sanni sagt að þau séu að nota vottaða raforku.