Spurt og svarað - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

5O5a4319
  • HS Orka selur raforku til heimila og fyrirtækja um land allt. Ólíkt raforkudreifingu þá er raforkusala óháð staðsetningu og getur því hver sem er nýtt sér þjónustu HS Orku.

  • Það er auðvelt og fljótlegt ferli sem kostar ekki neitt, þú skráir þig einfaldlega hér og við sjáum um rest.

  • Reikningar hjá HS Orku eru birtir á Mínar síður á www.hsorka.is

  • Neytendur borga tvo reikninga fyrir rafmagn, einn til raforkusala og einn til dreifiveitu sem sér um að dreifa og flytja rafmagn.

  • Dreifiveita sér um að skrá notendaskipti og þarf notandi að tilkynna eða staðfesta flutning í húsnæði til viðeigandi dreifiveitu.

  • Það eru fimm dreifiveitur á Íslandi. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um dreifiveitusvæðin hér 

  • HS Orka er raforkusali og er á samkeppnismarkaði, en neytendur hafa þann möguleika að taka ákvörðun um hvaða raforkusala þeir ætla að velja. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu þegar verið er að taka ákvörðun um hvaða raforkusali verður fyrir valinu. Dreifiveita sér um að dreifa rafmagni til allra notenda á rafmagni á landinu. Notendur hafa ekki val um hvaða dreifiveita verður fyrir valinu, þar sem mælarnir eru staðbundnir.

  • Söluaðilaskipti taka líðandi mánuð plús einn, ef viðskiptavinur skráir sig í viðskipti um miðjan maí þá er hann kominn í viðskipti til HS Orku 1. júlí. Ef viðskiptavinur er að kaupa nýja íbúð þá hefur viðkomandi einn mánuð til að velja sér söluaðila og hefjast þá viðskiptin frá þeim tíma sem lesið er af mælinum.

  • Já, þegar verið er að kaupa fasteign þarf eigandi að velja sér raforkusala fyrir nýju eignina. Ef ekki er valinn raforkusali hefur dreifiveita heimild til að loka fyrir rafmagnið.

  • Hægt er að breyta um greiðsluleið eða greiðslukort inná mínum síðum hjá www.hsveitur.is