Samfélag án sóunar
Kenniorð Auðlindagarðsins eru „Samfélag án sóunar“, að nýta beri alla þá auðlindastrauma sem streyma inn í og frá fyrirtækjum garðsins til fullnustu, á sem ábyrgastan hátt, samfélaginu til framþróunar og heilla.
Fyrirtækin
Sem stendur starfa yfir 10 fyrirtæki í Auðlindagarðinum, á ólíkum sviðum og nýta þau mismunandi strauma úr jarðhitaauðlindinni. Við fögnum því að taka á móti fleiri fyrirtækjum sem deila gildum okkar og framtíðarsýn um sjálfbæra framleiðslu og hringrásarhagkerfi.
Staðsetning
Fjórir klasar hafa myndast í kringum orkuver HS Orku og nýta þeir endurnýjanlega orku og fjölbreytta strauma auðlinda. Þar að auki hefur HS Orka langtímasamninga við fjölda lítilla sjálfstæðra orkuframleiðenda og býður upp á sölu á um 250 MW af endurnýjanlegri raforku víðs vegar um Ísland.

Útgefið efni
Hér er hægt að nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem skýrslur og ýmis erindi sem fyrirtækið hefur gefið út.
Getum við aðstoðað?
Hafðu samband við ráðgjafa HS Orku og við finnum lausnir sem henta þér.
