Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Sagan okkar

Svartsengi 1

Aðdragandinn

Á sjötta áratug 20. aldarinnar var þegar farið að ræða opinberlega um þá möguleika sem jarðhitinn gæfi Suðurnesjamönnum og nauðsyn þess að byggðarlögin sameinuðust um virkjun hans.

  • Á bæjarstjórnarfundi í Keflavík 26. maí 1959 var kosin nefnd til að rannsaka möguleika á Hitaveitu í Keflavík. Síðar á árinu var einnig kjörin hitaveitunefnd í Njarðvík.
  • Árið 1969 ákvað sveitarstjórnin í Grindavík að láta rannsaka Svartsengissvæðið með tilliti til jarðhita, sem átti að beisla til húshitunar í Grindavík.
  • Voru árin 1971 og 1972 boraðar tvær holur norðan Grindavíkur, skammt frá Svartsengi. Þessar holur, sem voru 240 og 403 m djúpar, leiddu meðal annars í ljós að hér var um "há" hitasvæði að ræða (hiti var yfir 200°C undir 1.000 m dýpi) og vatnið sem kom úr holunum var salt (með um 2/3 af seltu sjávar).

Vegna seltunnar og hitastigsins var ljóst, að ekki var unnt að nýta vatnið beint eins og gert var í Reykjavík og víðast annars staðar, heldur varð að þróa varmaskiptaaðferðir til að nýta jarðhitann.

Stofnun HS

Hitaveita Suðurnesja var stofnuð 31. desember 1974, með lögum frá Alþingi, í þeim tilgangi að nýta jarðvarmann til húshitunar á svæðinu. Við stofnun fyrirtækisins skiptust eignarhlutar í fyrirtækinu þannig að ríkissjóður átti 40% og sveitarfélögin sjö, sem þá voru á svæðinu, 60%.

  • Árið 1975 var fyrst borað eftir köldu vatni og varmaskiptastöð reist í Svartsengi. Sama ár varð Ingólfur Aðalsteinsson ráðinn sem fyrsti starfsmaður fyrirtækisins en hann tók síðar við sem forstjóri.
  • Bráðabirgðastöðin við Svartsengi var gangsett árið 1976 og heitu vatni hleypt á félagsheimilið Festi í Grindavík fyrst húsa á Suðurnesjum.
  • Önnur merk tímamót í sögu fyrirtækisins voru árið 1978 þegar raforkuframleiðsla með jarðvarma hófst með gangsetningu tveggja 1MW gufuhverfla.

HS Orka verður til

Hitaveita Suðurnesja varð hlutafélag fyrst íslenskra orkufyrirtækja árið 2000. Í kjölfar breytinga á raforkulögum árið 2008, þar sem kveðið var á um aðskilnað samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi raforkufyrirtækja, var Hitaveitu Suðurnesja hf. skipt upp í tvö fyrirtæki; HS Veitur hf. og HS Orku hf.

  • HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi. Aflgeta jarðvarmaversins í Svartsengi er 74 MWe af rafafli og 150 MWth af varmaafli. Jarðvarmaverið var byggt upp í sex áföngum á árunum 1976–2015, en á vormánuðum verður varmaaflið aukið um 40 MWth.
  • HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins með um 8% af framleiddri raforku.
  • Árið 2015 hlaut HS Orka verðlaun Íslensku ánægjuvogarinnar í flokki fyrirtækja á raforkusölumarkaði. Verðlaunin hafa verið veitt undanfarin 13 ár og hefur fyrirtækið hlotið þau í 12 skipti.
  • Félagið hlaut forvarnarverðlaun VÍS og Vinnueftirlitsins árið 2015, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi forvarnir, umhverfis- og öryggismál.
Gamla Hs