Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

  • 66

    MWe

    Uppsett afl

  • 578

    GWh

    Ársframleiðsla

  • 190

    MWth

    Heitavatnsframleiðsla

  • 26

    Fjöldi háhitahola

  • 30

    km

    Lengd háhitahola

Svartsengi 1

Staðsetning orkuversins dregur nafn sitt af áningarstað hestamanna til forna, en það er svæðið austan núverandi Grindavíkurvegar gegnt orkuverinu. Sjálft orkuverið stendur á hrauni sem rann árið 1226 og kallast Illahraun. Sunnan orkuversins er Þorbjarnarfell og austan við er Svartsengisfell og Selháls þar á milli og norðan hans Baðsvellir sunnan orkuversins. Orkuverin í Svartsengi hafa verið byggð upp í áföngum á árunum 1977 – 2008.

Boranir eftir gufu á Svartsengissvæðinu hófust um miðjan nóvember 1971 og átti að bora um 700 metra holu, við 250 metra dýpi var hiti hennar orðinn um 200°C. Í fyrsta áfanga voru boraðar þrjár holur sú dýpsta var um 400 metrar. Þessar holur voru notaðar við heitavatnsframleiðslu í varmaskiptastöð sem var byggð árið 1976. Strax við virkjun þessara gufuhola fór skiljusjórinn að mynda affallslón sem í dag er hið fræga Bláa Lón. Vatni var hleypt á fyrstu húsin í Grindavík 6. nóv. 1976 og ári síðar eða 30.desember 1977 á fyrstu húsin í Njarðvík.

Heita vatnið á Suðurnesjum er upprunalega ferskt vatn. Ferskt vatn er afloftað, afgösun er gerð á því og það hitað með háþrýstigufu í varmaskiptum og þannig er því dælt til viðskiptavina á Reykjanesi. Það er því óhætt að segja að ekki sé þörf á að sjóða sér vatn í katli heldur þarf aðeins að setja bollann undir heitavatnskranann og þú ert kominn með soðið vatn.

HS Orka er að skoða möguleikann á því að byggja nýtt orkuver í Svartsengi, Orkuver 7 sem myndi leysa af hólmi orkuver 3 og 4.

Orkuver 1

Orkuver eitt var hannað og byggt á árunum 1977-1979. Þar eru tveir eins MW mótþrýstigufuhverflar af AEG gerð en sá fyrri var tekin í notkun árið 1978 og sá seinni árið 1979. Sáu þeir orkuverinu fyrir eigin orkuþörf.

Í orkuverinu voru einnig fjórar varmaskiptarásir sem hver gat framleitt um 40 l/s af hitaveituvatni. Varmaorkuframleiðsla orkuversins var 50 MW. Vegna aldurs hafa tvær varmaskiptarásir verið lagðar af (2000) og er framleiðslugeta orkuversins í dag (2006) um 25 MW í varma.

Orkuver 2

Orkuver tvö var byggt á árunum 1979–80 og tekið í notkun það ár. Í orkuveri tvö eru þrjár varmaskiptarásir sem hver getur afkastað 75 l/s af 125°C vatni, sem er 3 x 25 MW eða 75 MW samtals.

Ferska vatnið er fyrst forhitað úr 4°C í 25°C í eimsvölum Ormat-hverfla, síðan afloftað og hitað í orkuveri tvö með lágþrýstigufu í varmaskiptasúlum í um 80°C. Þá er það hitað í um 100°C í plötuvarmaskiptum með 102°C-105°C gufu frá útrás gufuhverfils, og að endingu er hitaveitu vatnið yfirhitað í 101°C-110°C í plötu-varmaskiptum og er það gert með háþrýstigufu.

GFR 0325 (1)

Svartsengi 7

HS Orka hefur hafið undirbúning á hönnun og framkvæmd nýs Orkuvers 7 (OV7) í Svartsengi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2022 og nýtt orkuver fari í rekstur árið 2024.  Samhliða þessum áætlunum er HS Orka að leggja niður Orkuver 3 og Orkuver 4 í Svartsengi, alls eru vélarsamstæður orkuvera 3 og 4 átta talsins, ein vél í Orkuveri 3 og sjö í Orkuveri 4, alls 14,4 MWe.  

Á síðustu árum hafa Orkuver 3 og 4 (OV3 og OV4) ekki reynst eins hagkvæmar framleiðslueiningar og völ er á, orkuverin eru á aldursbilinu 30 – 40 ára og komið er að endurnýjun þeirra. Viðhalds- og rekstrarkostnaður er mjög hár, áskoranirhafa verið og eru í rekstri þeirra og nýtni véla er ekki nógu góð. Sökum þessa, hóf HS Orka að undirbúa endurnýjun þessara orkuvera árið 2018. Í fyrstu var skoðað að endurnýja orkuverin í núverandi húsakynnum og með áþekkum vélasamstæðum. Það reyndist hins vegar ekki nógu hagkvæmt þar sem endurbyggja þyrfti að fullu vinnslurásir og afl- og stjórnbúnað orkuveranna. Samkvæmt fýsileikagreiningu er hagkvæmast að ein aflvél taki við hlutverki OV3 og OV4, í nýju orkuveri, Orkuveri 7 (OV7).

1