Kappkostað að tryggja órofna starfsemi með öryggi fólks í fyrirrúmi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Kappkostað að tryggja órofna starfsemi með öryggi fólks í fyrirrúmi

Íbúafundur Grindavík
Mynd: Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku, á upplýsingafundi bæjaryfirvalda í Grindavík.

Allt kapp verður lagt á að tryggja órofna starfsemi orkuversins í Svartsengi ef til eldgoss kemur í eða í grennd við Svartsengi. Í forgangi verður ávallt að tryggja öryggi starfsfólks og verktaka á svæðinu.

Forsvarsmenn HS Orku kynntu varnir fyrirtækisins fyrir íbúum Grindavíkur á upplýsingafundi bæjaryfirvalda, sem fram fór í íþróttahúsinu í Grindavík síðdegis í gær vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar fluttu fulltrúar Veðurstofunnar, lögreglu, HS Veitna og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja einnig erindi og sátu fyrir svörum í pallborði ásamt fleiri viðbragðsaðilum.

Sívöktun á borholum
Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu, kynnti fyrir íbúum hver undirbúningur fyrirtækisins hefur verið í því óvissuástandi sem ríkt hefur síðan 25. nóvember. Neyðarstjórn HS Orku var þá virkjuð og viðbragðsáætlanir yfirfarnar. Öryggi starfsfólks og verktaka er í fyrirrúmi en samhliða eru borholur í Svartsengi í stöðugri vöktun, loftgæði eru mæld, mælingar á heitu vatni fara fram daglega og öll áhersla er lögð á að starfsemi í orkuverinu rofni ekki.

Ef versta sviðsmyndin raungerist
Fyrirtækið hefur í samstarfi við HS Veitur dregið upp ólíkar sviðsmyndir og ef sú versta raungerist og eldgos verður í grennd við Svartsengi er ljóst að stórtjón getur orðið á innviðum vegna hraunflæðis. Rafmagn er leitt um Svartsengi til Grindavíkur og kalt vatn kemur frá vatnsupptökusvæðinu við Lága. Heitt vatn er síðan framleitt í Svartsengi sem dreift er til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Gera þarf ráð fyrir því í viðbragðsáætlunum fyrirtækisins og almannavarna að hraunflæði ógni starfseminni í Svartsengi og geri hitaveituna með öllu óstarfhæfa á þjónustusvæði með um 30.000 íbúa.

Innviðahópur hins opinbera
Kristinn greindi frá því á fundinum að umtalsverð kortlagning á stöðunni hefur farið fram í starfshópi á vegum hins opinbera um varnir mikilvægra innviða. Komi til þess að innviðum í Svartsengi er ógnað mun HS Orka vinna með almannavörnum að uppsetningu varnar- og leiðigarða auk þess að fergja lagnir. Áhersla verður jafnframt á að verja borholur á svæðinu svo unnt verði að taka þær aftur í notkun að eldgosi loknu.

Gott samstarf í héraði
Samstarfshópur HS Orku og HS Veitna er að störfum og vinnur að hugsanlegum lausnum til skamms tíma en einnig er horft til lausna til lengri tíma sem brúa þyrftu bilið þar til hitaveita yrði starfhæf á ný á svæðinu. Ljóst er að hið opinbera mun þurfa að koma í ríkum mæli að slíkum lausnum og tryggja að nauðsynlegur varabúnaður sé fyrir hendi á neyðartímum.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar
Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku Mynd F. Frett 060525

06.05.2025

Sæbýli kemur með sæeyru í Auðlindagarð HS Orku

Lesa nánar