Hyggjast fjárfesta 15 milljörðum í metanól-framleiðslu á Reykjanesi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Hyggjast fjárfesta 15 milljörðum í metanól-framleiðslu á Reykjanesi

DJI 0058

Hydrogen Ventures Limited (H2V), alþjóðlegt orkufyrirtæki, hyggur á umfangsmikla framleiðslu vetnis hér á landi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls. Metanól-framleiðslan verður að fullu umhverfisvæn en fyrirhugað er að verksmiðja H2V rísi í Auðlindagarðinum á Reykjanesi, í nágrenni við annað af tveimur raforkuverum HS Orku.

Verkefnið skiptist í tvo áfanga. Í fyrri áfanganum er áætlað að afkastageta verksmiðju H2V nemi 30 megavöttum úr jarðhita við framleiðslu á grænu metanóli. Í öðrum áfanga verði framleiðslugeta fyrirtækisins aukin verulega. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður ríflega 100 milljónir evra, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna.

Allt vetnið sem verður til verður vottað „grænt vetni“ sem þýðir að 100% orkunnar sem notuð er til að framleiða það kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Forsvarsmenn H2V segja að metanólið geti orðið hagkvæmur og umhverfisvænn orkugjafi fyrir sjávarútveginn auk innlenda bílaflotans, ekki síst sendi- og vörubifreiða. Verkefnið færi Ísland nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.

Meira en 80% af orkunotkun Íslands byggir nú þegar á endurnýjanlegum orkugjöfum, fyrst og fremst jarðhita og vatnsafli. Markviss uppbygging innviða fyrir framleiðslu græns vetnis og metanóls getur, að mati forsvarsmanna H2V, gert Ísland að leiðandi þjóð á sviði endurnýjanlegrar og hreinnar orku með að skipta út jarðefnaeldsneyti í samgöngum fyrir endurnýjanlega orkugjafa.

Horacio Carvalho, framkvæmdastjóri H2V:

Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið um að draga úr kolefnislosun sinni og við teljum að nýting vetnis sé þar lykilatriði. Með reynslu sína á sviði endurnýjanlegrar orku getur Ísland verið í fararbroddi og sýnt heiminum hvernig hægt er að ná fullu kolefnishlutleysi. Við erum spennt að vera hluti af þessari nýju byltingu.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku:

Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi við H2V. Þeir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu sem nýtist vel við uppbyggingu verkefnis af þessari stærðargráðu. Þá er ánægjulegt að þeir horfi til þeirra möguleika sem að Ísland og ekki síst Auðlindagarður HS Orku býður uppá en auk raforku mun HS Orka geta séð þeim fyrir vatni og koldíoxíði sem er nauðsynlegt við framleiðslu metanóls.“

Fréttir

Skoða allar fréttir
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar