Ásbjörn Blöndal
Ásbjörn Blöndal er rafmagnsverkfræðingur með M.Sc. gráðu í orku- og skipulagsfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku auk þess að vera rafvirki frá Iðnskólanum á Siglufirði. Hann varð framkvæmdastjóri þróunar- og auðlindasviðs HS Orku árið 2021 en þar áður var hann framkvæmdastjóri verkefnaþróunar HS Orku/Hitaveitu Suðurnesja frá 2007. Hann var framkvæmdastjóri framkvæmda- og tæknisviðs Árborgar 2002-2007 og framkvæmdastjóri Orkuveitu Selfoss 1989-2002. Ásbjörn hefur setið í stjórnum fjölda samtaka og ráða. Hann var m.a. stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja (1994-1996), formaður stýrinefndar um nýtingu vindorku á Íslandi 1999-2006 og frá 2019 hefur hann gegnt formennsku í stjórn Vesturverks. Auk þess hefur hann setið í ýmsum vinnuhópum á vegum Samorku, Árborgarsamfélagsins og íslenskra ráðuneyta.