Fara á efnissvæði
Aftur í yfirlit

Reykjanes 4

Framleiðsla orku frá Reykjanesvirkjun hófst í maí 2006 eftir prufukeyrslu og ýmsar prófanir. Vél eitt fór í rekstur um miðjan maí og vél tvö í lok maí. Virkjunin samanstendur af tveim háþrýstingsvélum með uppsettafl uppá samtals 100 MWe. Nú stendur HS Orka í framkvæmdum við að bæta nýtingu virkjunarinnar með því að bæta við nýrri lágþrýstings vél inná kerfið. Með þessari aðferð er gufa unnin úr jarðsjónum frá vinnsluholunum sem nýtist ekki í háþrýstingsvélunum. Þessi gufa er nýtt með lágþrýstingsvél sem mun skila um 22-30 MWe. 

Framkvæmdir hófust árið 2020 og er áætlað að vél 4 fari í rekstur snemma árs árið 2023. 

Reykjanes Power Plant Pipeline