Störf og styrkir
Almenn starfsumsókn
Hjá HS Orku starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur metnað, heiðarleika og framsýni að leiðarljósi í allri sinni vinnu. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn ef þú hefur áhuga á að starfa hjá HS Orku.
Samfélagssjóður HS Orku
Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa og eru styrkir veittir tvisvar sinnum á ári. Næsta úthlutun er 15. maí 2023 og opið verður fyrir umsóknir gegnum umsóknarsíðu frá 1. apríl til og með 30. apríl 2023. Seinni styrkveiting ársins verður 15. október og opnað verður fyrir umsóknir þann 1. september.
Styrktarbeiðni
HS Orka styrkir margvísleg málefni ár hvert sem efla samfélagið og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun. Vegna fjölda styrkbeiðna er því miður ekki hægt að verða við þeim öllum. Styrkjanefnd HS Orku yfirfer allar beiðnir mánaðarlega og tekur afstöðu til þeirra og er öllum svarað.

Störf í boði
Sérfræðingur í jarðvísindum
Starfið er fjölbreytt og felur meðal annars í sér þróun og vinnu við hugmyndlíkön af jarðhitakerfum, sýnatöku, umsjón gagna og úrvinnslu mælinga ásamt skýrslugerð og að veita ráðgjöf varðandi orkuöflun.
Sérfræðingur í upplýsingatækni
Leitað er eftir einstakling sem hefur brennandi áhuga á öllu er tengist tölvum og tækni, hefur framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni, frumkvæði og geta unnið sjálfstætt og er tilbúinn að þróast og vaxa í starfi.
Almenn umsókn
Hjá HS Orku starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur metnað, heiðarleika og framsýni að leiðarljósi í allri sinni vinnu. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn ef þú hefur áhuga á að starfa hjá HS Orku.

Styrktarbeiðni
Sækja um styrk
HS Orka styrkir margvísleg málefni ár hvert sem efla samfélagið og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun. Vegna fjölda styrkbeiðna er því miður ekki hægt að verða við þeim öllum. Styrkjanefnd HS Orku yfirfer allar beiðnir mánaðarlega og tekur afstöðu til þeirra og er öllum svarað.

Styrktarbeiðni
Samfélagssjóður HS Orku
Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa og eru styrkir veittir tvisvar sinnum á ári. Næsta úthlutun er 15. maí 2023 og opið verður fyrir umsóknir gegnum umsóknarsíðu frá 1. apríl til og með 30. apríl 2023. Seinni styrkveiting ársins verður 15. október og opnað verður fyrir umsóknir þann 1. september. Hvernig verkefni styður sjóðurinn? Verkefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, lífsgæði og mannlíf. Tekið er á móti umsóknum um styrki frá öllum landshlutum en sérstök áhersla er lögð á að styðja verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva fyrirtækisins. Við val á verkefnum er m.a. litið til þeirra heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur innleitt: Umsóknir skal senda rafrænt gegnum umsóknarsíðu sjóðsins á heimasíðu. Samfélagsráð HS Orku fer yfir umsóknir og tilkynnir styrkveitingar. Fyrirspurnir sem varða umsóknir má senda á styrkir@hsorka.is
Úthlutunarviðmið Samfélagssjóðs HS Orku
• Sjóðurinn veitir styrki til skýrt skilgreindra verkefna og atburða. Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og félagssamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. • Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund krónur. Í undantekningartilvikum geta hærri styrkveitingar komið til álita. Gert er ráð fyrir að styrkir séu nýttir að fullu innan 12 mánaða frá styrkveitingu. • Verkefni sem koma helst til greina: o Verkefni sem tengjast samfélags- og umhverfismálum, sjálfbærni og orkuskiptum. o Verkefni tengd lýðheilsu, menntun, fræðslu og forvörnum, æskulýðsstarfi, menningu og listum. o Verkefni sem skírskota til þeirra heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur innleitt. • Verkefni sem koma almennt ekki til greina: o Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki eða styrki vegna markaðsstarfs. o Sjóðurinn veitir almennt ekki náms- eða ferðastyrki. Ferðakostnaður getur þó eftir atvikum verið hluti af framkvæmd verkefna sem sjóðurinn styður.