Fara á efnissvæði

Verkefni HS Orku

Endurnýjun véla skilar auknum afköstum í Svartsengi með lágmarks áhrifum á umhverfið

Svartsengi 7

HS Orka hefur hafið undirbúning á hönnun og framkvæmd nýs Orkuvers 7 (OV7) í Svartsengi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2022 og nýtt orkuver fari í rekstur árið 2024.  Samhliða þessum áætlunum er HS Orka að leggja niður Orkuver 3 og Orkuver 4 í Svartsengi, alls eru vélarsamstæður orkuvera 3 og 4 átta talsins, ein vél í Orkuveri 3 og sjö í Orkuveri 4, alls 14,4 MWe.  

Á síðustu árum hafa Orkuver 3 og 4 (OV3 og OV4) ekki reynst eins hagkvæmar framleiðslueiningar og völ er á, orkuverin eru á aldursbilinu 30 – 40 ára og komið er að endurnýjun þeirra. Viðhalds- og rekstrarkostnaður er mjög hár, áskoranirhafa verið og eru í rekstri þeirra og nýtni véla er ekki nógu góð. Sökum þessa, hóf HS Orka að undirbúa endurnýjun þessara orkuvera árið 2018. Í fyrstu var skoðað að endurnýja orkuverin í núverandi húsakynnum og með áþekkum vélasamstæðum. Það reyndist hins vegar ekki nógu hagkvæmt þar sem endurbyggja þyrfti að fullu vinnslurásir og afl- og stjórnbúnað orkuveranna. Samkvæmt fýsileikagreiningu er hagkvæmast að ein aflvél taki við hlutverki OV3 og OV4, í nýju orkuveri, Orkuveri 7 (OV7).

Oddgeir Karlsson (7)
  • Uppsett afl

    84,9 MWe

    Uppsett afl Svartengis eftir endurnýjun

  • Ársframleiðsla

    710 GWh

    Ársframleiðsla raforku eftir endurnýjun

  • Heita vatns framleiðsla

    190 MWth

    Heita vatns framleiðsla