Fara á efnissvæði

Verkefni HS Orku

Mögulegt framtíðarsvæði raforkuframleiðslu og aukinnar framleiðslu á heitu vatni fyrir suðvestur hluta landsins

Krýsuvík

Saga jarðhitarannsókna í Krýsuvík nær aftur um rúmlega 70 ár og hafa komið fram margvíslegar hugmyndir um nýtingu svæðisins. Nokkur fjöldi rannsóknarborholna hafa verið boraðar á svæðinu í tengslum við þessar rannsóknir, en að auki hafa farið fram ýtarlegar yfirborðsrannsóknir. Nokkuð vandasamt hefur reynst að staðsetja aðaluppstreymissvæði jarðhitakerfisins. Í dag er svæðinu skipt upp í 4 undirsvæði, sbr. skilgreiningu rammaáætlunar númer 2 og 3, þ.e. Sandfell, Trölladyngja, Sveifluháls og Austurengjar. 

Tilgangur rannsókna og fyrirhugaðrar nýtingar HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu er að mæta sívaxandi eftirspurn eftir heitu vatni og rafmagni. Framleiðsla á heitu vatni á svæði sem er staðsett milli Svartsengis og Hellisheiði myndi ekki bara mæta aukinni þörf heldur einnig auka möguleika á að tryggja betur afhendingaröryggi t.d. með samtengingu kerfa þá bæði fyrir sveitarfélögin á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu.  

HS Orka fyrirhugar að bora næstu rannsóknarholu í Sveifluhálsi í Krýsuvík á árinu 2023. 

Krisuvik04
  • Uppsett afl

    50 MWe

    Uppsett afl

  • Ársframleiðsla

    420 GWh

    Ársframleiðsla raforku

  • Heita vatns framleiðsla

    100 MWth

    Heita vatns framleiðsla