
Svartsengi
Svartengi
Staðsetning orkuversins dregur nafn sitt af áningarstað hestamanna til forna, en það er svæðið austan núverandi Grindavíkurvegar gengt orkuverinu. Sjálft orkuverið stendur á hrauni sem rann árið 1226 sem heitir Illahraun. Orkuverin í Svartsengi hafa verið byggð upp í áföngum á árunum 1977 – 2008. Boranir eftir gufu á Svartsengissvæðinu hófust um miðjan nóvember 1971. Í fyrsta áfanga voru boraðar þrjár holur sú dýpsta var um 400 metrar. Strax við virkjun þessara gufuhola fór skiljusjórinn að mynda affallslón sem í dag er hið fræga Bláa Lón.
-
Uppsett afl
74 MWe
Uppsett afl virkjunarinnar í Svartsengi er 74 MWe
-
Ársframleiðsla
648 GWh
Ársframleiðsla raforku
-
Heita vatns framleiðsla
190 MWth
Varmaframleiðsla virkjunarinnar í Svartsengi er 190 MW. Virkjunin sér öllum Suðurnesjunum fyrir heitu vatni

Reykjanesvirkjun
Reykjanes
Fyrstu framkvæmdir við Reykjanesvirkjun sem slíkrar má rekja allt aftur til ársins 1997 þegar vinna við umhverfismat jarðhitavinnslu hófst og á árinu 1998 hófst borun fyrstu tilraunaholunnar á svæðinu, Framkvæmdir við virkjunina hófust formlega með fyrstu ”skóflustungu” eða hellutöku þann 21. júlí 2004 og 22 mánuðum síðar hófst full afhending raforku frá Reykjanesvirkjun. Reykjanesvirkjun er eingöngu raforkuver sem samanstendur af 2 x 50 MW tvístreymishverflum með sjókældum eimsvölum sem var nýjung á Íslandi og nota samtals allt að 2 x 2000 l/s, aðskilin dælukerfi (sem er álíka magn og meðalrennsli Elliðaánna).
-
Uppsett afl
100 MWe
Uppsett afl virkjunarinnar á Reykjanesi er 100 MWe
-
Ársframleiðsla
876 GWh
Ársframleiðsla raforku

Brú
Brú
Brúarvirkjun er rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum í þeim hluta árinnar sem rennur á milli jarðanna Haukadals II og Brúar ofan þjóðvegar að Gullfossi. Virkjunin hefur haft jákværð áhrif á Bláskógabyggð þar sem hún hefur styrkt afhendingaröryggi raforku í nágrannabyggðum.
-
Uppsett afl
9,9 MW
Uppsett afl virkjunarinnar á Brú er 9,9 MW.
-
Ársframleiðsla
82,5 GWh
Ársframleiðsla er 82,5 GWh