Fara á efnissvæði

Brúarvirkjun

Virkjunin hefur haft jákvæð áhrif á Bláskógabyggð þar sem hún hefur styrkt afhendingaröryggi raforku í nágrannabyggðum.

  • Uppsett afl

    9,9 MW

    Uppsett afl virkjunarinnar á Brú er 9,9 MW.

  • Ársframleiðsla

    82,5 GWh

    Ársframleiðsla er 82,5 GWh

  • Fallhæð

    48,8 m

    Fallhæð

  • Meðalrennsli

    25 m3

    Meðalrennsli til virkjunar

  • Nýtingartími

    8200 klst

    Nýtingartími virkjunar á ári

Brúarvirkjun Stöðvarhús 1

Tungufljót á upptök sín ofan af Haukadalsheiði og rennur í Hvítá við bæinn Bræðratungu.
HS Orka áformar að reisa rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum í þeim hluta árinnar sem rennur milli jarðanna Haukadals II og Brúar ofan þjóðvegar að Gullfossi.

Umfang Brúarvirkjun er tiltölulega lítið og staðsetning heppileg með tillit til sjónrænna áhrifa. Aðalstífla lægi þvert yfir farveg Tungufljóts rétt ofan við ármót Stóru-Grjótár og þaðan yrði áin leidd í um 1700 metra löngum neðanjarðar aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi.