Fara á efnissvæði

Gildi HS Orku eru framsýni, heiðarleiki og metnaður.


Hlutverk HS Orku er að þjóna atvinnulífi og heimilum með fjölnýtingu auðlinda á sjálfbæran hátt til virkjunar og sölu á vistvænni orku og öðrum afurðum til ávinnings fyrir viðskiptavini, samfélagið og fyrirtækið. Störfum með viðskiptavinum okkar og þeir gefa okkur hæstu einkunn

  • HS Orka ástundar heiðarleg samskipti, sveigjanleg, skilvirk og samhæfð vinnubrögð.
  • HS Orka fræðir samfélagið um starfsemina og leggur sitt af mörkum til frekari framþróunar við
    nýtingu auðlinda.
  • HS Orka leggur sig fram um gott samstarf við nærumhverfið.
  • HS Orka þjónar hagsmunum viðskiptavina og landeigenda með því að skilja þeirra þarfir og koma til móts við þær


Berum virðingu fyrir auðlindum sem okkur er treyst fyrir og nýtum þær á ábyrgan hátt, með rannsóknum og skilvirku verklagi

  • HS Orka leggur áherslu á stöðugar umbætur og áreiðanleika í starfi.
  • HS Orka vinnur í fullu samræmi við lög, reglugerðir og aðrar kröfur sem og vottað verklag.
  • HS Orka þróar búnað og verklag byggt á skipulögðum rannsóknum, þekkingaröflun og nýsköpun.
  • HS Orka leggur ríka áherslu á fyrirbyggjandi og ástandsbundið viðhald til að tryggja öryggi,
    áreiðanleika og endingu.
  • HS Orka nýtir upplýsingatækni með markvissum hætti til hagsbóta fyrir reksturinn.


Höfum á að skipa hæfasta fólkinu og erum eftirsóttasti vinnustaðurinn í starfsgreininni

  • HS Orka velur starfsfólk samkvæmt gildum fyrirtækisins.
  • HS Orka leggur áherslu á símenntun, stöðuga þjálfun og framúrskarandi aðbúnað.
  • HS Orka stuðlar að öryggis- og hollustuvitund starfsmanna sem starfa við fjölþætt og þverfagleg
    verkefni í viðkvæmu umhverfi.
  • HS Orka metur frammistöðu kerfisbundið og veitir starfsmönnum hlutdeild í árangri þegar vel
    gengur.
  • HS Orka býr starfsmönnum öruggan, vistvænan, fjölskylduvænan, frjóan og uppbyggjandi vinnustað.
  • HS Orka gerir starfsánægju að sameiginlegu verkefni fyrirtækisins og starfsmanna þess og er í
    fararbroddi í starfsgreininni.