Fara á efnissvæði
Aftur í yfirlit

01.11.2022

Starfsauglýsing - Viðhald orkuvera

Viðhald orkuvera

Hefur þú áhuga á að starfa í fjölbreytilegu umhverfi og tryggja örugga orkuöflun fyrir samfélagið?  Er útsjónarsemi, frumkvæði og sjálfstæði þinn styrkleiki? þá er möguleiki að við séum að leita af þér. 

Viðhald á vélbúnaði s.s. gufuhverflar, dælur, stjórnlokar, rafskautakatlar, gufugildrur, mælitæki osfrv.

Helstu verkefni

  • Reglubundið viðhald skv. viðhaldskerfi.
  • Úrbætur- og endurnýjun búnaðar.
  • Bilanagreining á búnaði.
  • Viðhalds- og bilanaskráning.

Hæfni

  • Vélvirki, vélfræðingur eða sambærileg menntun.
  • Almenn tölvukunnátta, þekking á viðhaldskerfum kostur.
  • Viðkomandi þarf að geta haft frumkvæði og starfað sjálfstætt.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

 

HS Orka hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku í 45 ár og ætlar sér enn stærri hluti í orkuframleiðslu á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur starfsfólks með einstaka reynslu og þekkingu á sínu sviði.  HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir á Reykjanesi auk vatnsaflsvirkjunar á Brú í Biskupstungum. 

Framsýni og metnaður hafa ætíð verið kjarni í starfsemi fyrirtækisins og hafa lagt grunninn að verkefnum eins og Auðlindagarðinum sem byggir á því að nýta alla afleidda auðlindastrauma af starfsemi HS Orku. Í Auðlindagarðinum hafa hin ýmsu nýsköpunarfyrirtæki vaxið úr grasi og eru einkennisorð hans „Samfélag án sóunar.“ 

Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, petra@hsorka.is.

     Þú getur sótt um hér